Konur sigra karla í kreppu

Konuveröld björt og ný blasir við þegar kreppan sleppir taki á okkar heimshluta. Þýska tímaritið Der Spiegel staðfestir að fréttir af undanhaldi karla á Íslandi er ekki einangrað tilvik heldur hluti af þróun frá karlaheimi til kvenlegra hagkerfis.

Dæmigerðum karlastörfum á Íslandi fækkar, t.d. í byggingariðnaði og verktöku. Í Þýskalandi eru það störf í vélaframleiðslu og bílaiðnaði sem kreppan heggur í. Það er athugunarefni að í jafn ólíkum hagkerfum og hráefnahagkerfinu íslenska og þýska iðnaðarveldinu skuli karlastarfsgreinar í báðum tilvikum verða verr úti.

Þegar haft er í huga að konur eru í meirihluta nemenda í öllum háskólagreinum verður þess ekki langt að bíða að körlum verði ofaukið í stjórnunar- og sérfræðistörfum. Karlinn er best geymdur heima. 


mbl.is Kreppan bitnar á körlum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Takk fyrir þetta Páll. 

Já, nema náttúrlega að hinn stóri og voldugi ríkiskapítalismi Þýskalands hafi séð fyrir því að konur sjái sér "betur borgið" við vélaframleiðslu en allt annað. Að ekki sé um neitt annað fyrir þær að ræða lengur.  

Reyndin er sú að mest allur bílaiðnaður Þýskalands væri horfinn ef ekki hefði verið um leyndan og ljósan ríkisstuðning til hans að ræða áratugum saman. Þýskur véla- og bílaiðnaður svarar til ritvélaiðnaðar fortíðar. Iðnaður án framtíðar. Þýska ellisamfélaginu dettur of lítið nýtt í hug og þetta mun bara verða verra og verra.  

Hvað annað ættu konur svo sem að gera í Þýskalandi annað en að vinna í vélaverksmiðju? Engin eignast þær börnin. Ekkert er heimilið þeirra því þau eru mannlaus sökum ömurlega lágrar fæðingartíðni Þýskalands síðustu 40 ár og svo vegna mannfækkunar. Þjóðverjum mun fækka hratt frá og með nú.  

Þess utan er atvinnuþátttaka kvenna í Þýskalandi ömurlega léleg eða um 50% og frjósemishlutfall þeirra aðeins 1,3 fædd börn á ævi hverrar konur. 

Hvað annað en vélavinna kemur til greina í ríkisvélaverksmiðju? Ekki fá þær vinnu á barnaheimilum eða við kennslu því engin eru þarna börnin. Vélaverkstæðið er því mun líklegra. 

Vélaverksmiðjan er örugglega kærkomin búbót í einsemdinni og stóraukinni fátækt hjá konum (og körlum) í Þýskalandi. 

Kveðja     

Gunnar Rögnvaldsson, 23.7.2010 kl. 16:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband