Föstudagur, 23. júlí 2010
Konur sigra karla í kreppu
Konuveröld björt og ný blasir við þegar kreppan sleppir taki á okkar heimshluta. Þýska tímaritið Der Spiegel staðfestir að fréttir af undanhaldi karla á Íslandi er ekki einangrað tilvik heldur hluti af þróun frá karlaheimi til kvenlegra hagkerfis.
Dæmigerðum karlastörfum á Íslandi fækkar, t.d. í byggingariðnaði og verktöku. Í Þýskalandi eru það störf í vélaframleiðslu og bílaiðnaði sem kreppan heggur í. Það er athugunarefni að í jafn ólíkum hagkerfum og hráefnahagkerfinu íslenska og þýska iðnaðarveldinu skuli karlastarfsgreinar í báðum tilvikum verða verr úti.
Þegar haft er í huga að konur eru í meirihluta nemenda í öllum háskólagreinum verður þess ekki langt að bíða að körlum verði ofaukið í stjórnunar- og sérfræðistörfum. Karlinn er best geymdur heima.
Kreppan bitnar á körlum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Gunnar Rögnvaldsson, 23.7.2010 kl. 16:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.