Miðvikudagur, 21. júlí 2010
Njáll, Páll og kreppan
Tveir andans menn rífast um kreppuna og rétt viðbrögð við henni. Njáll Fergusson, einn þekktasti sagfræðingur samtímans með efnahagssögu sem sérgrein, segir ekki hægt að auka peningamagn í umferð til að vinna bug á kreppunni. Kreppan sé afleiðing af of ódýrum peningum í of langan tíma. Páll Krugman nóbelsverðlaunahafi í hagfræði segir kreppuna stafa af lausafjárskorti og því verði að auka peningamagn í umferð.
Steingrímur J. fjármálaráðherra gerir hvorttveggja, beitir aðhaldi og eykur peningamagn í umferð, og hlýtur því að vera á réttri braut.
Athugasemdir
Það hlýtur að styttast í að Steingrímur fái Hagfræðikenningu nefnda eftir sér...."The Sigfusson-Geological-Approach"
Haraldur Baldursson, 21.7.2010 kl. 12:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.