Þriðjudagur, 20. júlí 2010
Mútur virka á Samfylkinguna, en Björk afþakkar
Auðmenn, innlendir sem erlendir, vita að málafylgju Samfylkingarinnar er hægt að kaupa. Baugur keypti þingflokk Samfylkingarinnar í heilu lagi og Björgólfur Thor sömuleiðis fyrir gagnaverið sitt. Ross Beaty hefur ekki gefið upp hvar hann hefur borið niður í fjárstuðningi til íslenskra stjórnmálaflokka en það væri stílbrot ef Samfylkingin væri ekki á lista hans.
Þegar ríkisstjórnarflokkur er með siðferði Samfylkingar er nærtækt fyrir ókunnugu að halda Íslendinga almennt ginnkeypta fyrir mútufé.
Ross Beaty er nokkur vorkunn að reyna bera fé á Björk Guðmundsdóttir. Kannski hefur einhver logið því að honum að hún samfylki spillingunni.
Býður Björk hlut í Magma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hver á að kaupa hlutinn þjóðinn hafði ekki efni á því á meðan HS átti það og heldur fólk (þ.m.t Björk ) að við höfum frekar efni á því í dag
sæmundur (IP-tala skráð) 20.7.2010 kl. 18:17
Þetta er alveg kostulegt. Reyndar broslegt, alveg eins og lof- og daðurgrein DV um Magma á síðasta laugardag.
Auðlinda-afsal gegnspilltra stjórnmálamanna til erlendra arðráns- og glæpasamtaka um heim allan er staðreynd. Leiðin liggur í gegn um stjórnvöld hvers lands. Barátta borgaranna hér á Íslandi rétt nýbyrjuð. Björk er góður liðsmaður og ekki síst því að viðbrögð hennar kalla á athygli umheimsins og það vilja svona menn alls ekki.
Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 20.7.2010 kl. 19:03
Eins og Baugsfylkingarráðherrann sagði.: "Það er sama hvaðan gott kemur."
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 20.7.2010 kl. 23:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.