Össur í hættulegum leik

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra er herra ESB-umsókn Íslands. Þjóðin er á móti aðild og þingsályktunartillaga liggur fyrir alþingi um að umsóknin verði dregin tilbaka. Samfylkingin er einangruð í Evrópumálum og Össur sem ábyrgðarmaður umsóknar og de facto leiðtogi flokksins reynir að búa sér til vígstöðu bæði heima og erlendis.

Össur er stjórnmálamaður sem lýgur blákalt að sjálfum sér og öðrum. Honum munaði ekki um að segja við rannsóknanefnd alþingis að hann hefði enga þekkingu á fjármálakerfi landsins og nokkrum mánuðum síðar að staðhæfa í Króatíu að ef Ísland hefði verið í Evrópusambandinu myndi fjármálakerfið ekki hafa hrunið.

Össur er í heimsókn í Kína. Á vef utanríkisráðuneytisins má lesa eftirfarandi

Í gær átti utanríkisráðherra jafnframt tæplega þriggja tíma fund með Yang Jiechi, utanríkisráðherra Kína. Í umræðum um norðurslóðamál, og opnun nýrrar siglingaleiðar frá Kyrrahafi um Norður-Íshaf til Atlantshafsins hvatti kínverski utanríkisráðherrann til þess að löndin formgerðu samstarf á sviði rannsókna á norðurslóðum með samkomulagi. Kínverjar hafa sent fjóra stóra rannsóknarleiðangra til norðurskautsins, og stendur einn yfir núna.

Ennfremur

Varaforsetinn og íslenski utanríkisráðherrann ræddu margvísleg önnur málefni, svo sem fjármálakreppuna á Íslandi, stöðu efnahagsmála í heiminum og viðhorf Kínverja til þeirra, viðskipti þjóðanna með fisk auk þess sem norðurslóðasamstarf var ítarlega rætt. Ráðherrann lýsti jafnframt ánægju íslensku ríkisstjórnarinnar með nýlegt samkomulag Kína og Íslands um gjaldmiðlaskipti og þakkaði öflugan stuðning Kínverja við málstað Íslands innan AGS. Varaforseti Kína taldi meðal annars að hagkerfum heimsins myndi farnast mun betur á þessu ári en því síðasta, og lýsti ánægju með hversu föstum tökum Ísland hefði tekið fjármálakreppu sína í samstarfi við AGS.

Norðurslóðir eru sérstakt áhugamál Evrópusambandsins, sem gjarnan vilja aðild Íslands til að fá aðkomu að norðurslóðum. Báðar tilvitnanirnar eru dæmi um diplómatísk skilaboð þar sem utanríkisráðherra bendir Brussel á að Ísland eigi fleiri kosti en Evrópusambandsaðild. Samtímis lætur Össur þau boð út ganga að tilboð ESB í fiskveiðimálum verði að vera gott.

Eins og endranær er Össur fíll í postulínsbúð. Leikurinn sem hann fitjar upp á endar aðeins með hörmungum. Sá sem falbýður sjálfsforræði þjóðarinnar með jafn óskammfeilnum hætti og Össur stórskaðar orðspor Íslendinga.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað segirðu þá um þetta af fréttavef RÚV 13/7

"Össur ítrekaði stuðning Íslands við stefnuna um eitt Kína. Þetta kemur fram hjá kínversku fréttastofunni Xinhua."

Er þetta virkilega stefna Íslands?

marat (IP-tala skráð) 15.7.2010 kl. 21:48

2 identicon

Já Marat.

 Hef verið í Tíbet.

Er ríkistjórnin hér farin að styðja morð á þeim slóðum sem fleiri í Kína eins og Xinjang?

Það er nóg að eiga viðskipti við þá án þess að dáðst að stjórnarháttum þar á bæ fyndist held ég flestum hér á landi.

Þetta stakk í meira lagi í eyrun.

jonasgeir (IP-tala skráð) 15.7.2010 kl. 23:27

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Jafnaðarstefnan getur nú varla átt við þarna út í Kína. Þeir eru svo litlir.

Sigurður Þorsteinsson, 16.7.2010 kl. 03:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband