Jón Ásgeir laug upp á sig eignastöðu

Tölvupósturinn til Lárusar Welding í Glitni er að líkindum tilraun Jóns Ásgeirs til að sýnast í betri fjárhagsstöðu en raun var á. Grunsamlegt er að Jón Ásgeir hafi haft aðgang að reikningum Iceland Foods ef hann var ekki prókúruhafi.

En sé það rétt að Jón Ásgeir hafi logið upp á sig peningum sem hann átti ekki er dálítið fyndið að hann þurfi að beita fyrir sig sannleikanum til að losna undan eigin lygi.

 


mbl.is Bréfleg staðfesting komin frá Walker
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Allt hið merkilegasta mál þó kanski sé það hálfleiðinlegt!

En hann ætti þó líklega heima í grjótinu fyrir að ljúga upp á sig þessum eignum. Það væri þó í það minsta kosturinn.

Annars er ekki víst að ráðamenn ríkisins hættu að styðja hann til fyrirtækjastjórnar þó frá grjótinu væri.

Ráðafólkið Jóhanna, Steingrímur og co. virðist svo falt fyrir falleg orð í fjölmiðlum að engin sómatilfinning kemst að.  Engin!

jonasgeir (IP-tala skráð) 14.7.2010 kl. 18:42

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

Hvad er somatilfinning JonAsgeir? Eitthvad ona braud?

Óskar Arnórsson, 14.7.2010 kl. 21:09

3 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Er þessi forstjóri Iceland ekki sá sami og Jón Ásgeir bjargaði og lét hann halda djobbinu ? Var ekki þessi keðja lítils virði þá ? Eru líkur á að slík einskis virði keðja eigi 38.000.000.000, kr.  á bankareikningumj á sama tíma ? Á ekki J.Á. hönk upp í bakið á honum þannig að hann segði hvað sem hann bæði hann um ? Photoshoppaði kannski bankayfirlit ? Er þetta ekki maðurinn sem var í viðtali við eitthvert blaðið hérna og sá ekki sólina fyrir snilld J.Á. ?

Ég treysti ekki þessum loftfimleikum fyrr en Kroll er búinn að fá þessi yfirlit beint frá bönkunum sem og að Glitnir í krafti eignarhalds síns í Iceland láti Kroll skoða bækur félagsins til að staðreyna þetta .

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 15.7.2010 kl. 02:49

4 identicon

Það er einmitt þetta sem eyðileggur, það er verið að bera uppá hann alvarlega hluti sem hann svo kemst í færi á að reka ofan í skilanefnd.

Predikarinn, bankarnir hafa staðfest þetta, ekki bara þessi vinur hans.

Maður hefði haldið að það væri nóg uppá hann að hafa.

Hhal (IP-tala skráð) 15.7.2010 kl. 12:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband