Þriðjudagur, 13. júlí 2010
Jón Ásgeir, auðrónar og ESB
Auðrónar og aðildarsinnar eiga sameiginlegan áhuga á stórum hugmyndum. Útrásin var stór hugmynd og aðild að Evrópusambandinu er stór hugmynd. Auðjöfrarnir íslensku fengu áhuga á aðild að Evrópusambandinu þegar útrásin strandaði. Sigurður Einarsson Kaupþingsstjóri kom glaðbeittur í viðtal við Viðskiptablaðið 2007 og sagði krónuna of litla mynt fyrir útrásina og krafðist ESB-aðildar. Sigurð vantaði nýtt fix þegar útrás þraut.
Jón Ágeir Baugsstjóri er við það að missa afganginn af veldi sínu. Hann sendir hlýðinn undirmann sinn til að útmála kosti aðildar. Á morgun verður Baugsútgáfan með umfjöllun um málið enda sjálfsagt að endurnýta afurðir auðrónanna.
Ástæða er til að óska aðildarsinnum til hamingju með liðsaukann.
Athugasemdir
Páll Vilhjálmsson, segðu okkur frá tengslum þínum við kvótaeigendur og eigendafélag bænda ?
JR (IP-tala skráð) 13.7.2010 kl. 21:51
Hundurinn gjammar þegar eigandinn sigar honum. Finnur er afar óheppinn með sinn eiganda. En hver ætli eigi JR?
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 13.7.2010 kl. 23:35
Þetta er nákvæmlega kjarni málsins Páll. Mikið var að menn náðu loks að tengja segi ég.
Geðklofinn felst svo í skyldleika batteríisins við sambandsríki sovétríkjanna. Útópía, sem er fullreynd með tilheyrndi blóðtöku og óstöðugleika.
Þetta evrópulið er alveg sama liðið og boðaði roðann í austri forðum eftir ssightseeing hjá Brésnev og nómenkladíunni. Slíkar skoðunarferðir eru einmitt tíðar nú.
Jón Steinar Ragnarsson, 14.7.2010 kl. 00:45
http://www.youtube.com/watch?v=kN5vyKLeYc8
Bjarni Ben aetladi ad borga allt í fyrra....borgadi minna en 1/7 ...hefur Sjálfstaedisflokkurinn borgad ársgreidsluna?
SVIK & PRETTIR HF (IP-tala skráð) 14.7.2010 kl. 04:19
Hvers vegna geta Evróputrúnöttarnir ekki haldið sig við efni greinarinnar? Er það einhver lenska að réttlæta einn glæp með öðrum þar á bæ? Meiri andskotans garghænsnin þetta hyski.
Jón Steinar Ragnarsson, 14.7.2010 kl. 10:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.