Samanburðarréttlætið - og óréttlætið í bílalánum

Líklega skipta viðskiptavinir Avant þúsundum og margir þeirra eiga inni hjá fyrirtækinu eftir nýfallinn dóm Hæstaréttar um ólögmæti gengistryggðra bílalána. Við gjaldþrot verða endurkröfurnar að almennum kröfum í þrotabúið og miðað við rekstur íslenskra fjármálastofnana fæst lítið upp í almennar kröfur.

Áður en dagurinn er úti verður spurt með þunga hvers viðskiptavinir Avant eigi að gjalda, ef ríkisvaldið fer þá leið að endurfjármagna Lýsingu og SP-fjármögnun til að þau geti endurgreitt oftekin bílalán. Sett verður fram krafa um að ríkisvaldið bæti skaðann.

Eðlilegt afleiðing af dómi Hæstaréttar á að vera gjaldþrot þeirra lánafyrirtækja sem standa ekki undir niðurstöðu dómsins.


mbl.is Askar óska eftir slitameðferð - bráðabirgðastjórn skipuð í Avant
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Já hún er eðlileg krafan en þá lendir þetta allt á okkur almenningi að borga okkur sjálfum til baka ólöglegu lánin sem  mafíu bankarnir veittu!

Sigurður Haraldsson, 14.7.2010 kl. 00:06

2 Smámynd: Hafþór Baldvinsson

Páll, jafnvel með gjaldþroti hverfa kröfurnar ekkert. Aðrir kaupa þær með afslætti eins og gengur. Þannig virkar peningakerfið.

En það er ömurlegt að þeir sem eiga hugsanlega inni hjá þessum fyrirtækjum fái ekkert af því að kröfur þeirra teljast til almennra krafna.

Þetta er leiðin til þess að greiða ekki skv. dómi Hæstaréttar. En vittu til. Áður en langt um líður spretta hér upp gorkúlufyrirtæki sem lána og lána. Eignasafnið verður byggt á kröfum þessara fyrirtækja sem nú eru að falla sem fást fyrir slikk.

Hafþór Baldvinsson, 14.7.2010 kl. 02:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband