Ráðuneyti í samsæri gegn almannahagsmunum

Magma er kanadískt fyrirtæk sem íslenskir útrásarauðmenn og meðhlauparar þeirra gerðu samkomulag við að tæki upp þráðinn þegar gjaldþrot Geysir Green/REI blasti við. Iðnaðarráðuneyti lýðveldisins Íslands tók þátt í samsæri Magmahópsins um að komast hjá lögum sem banna fyrirtækjum utan EES-svæðisins að fjárfesta í þjóðarauðlindum.

Hér er Ásgeir Margeirsson framkvæmdastjóri Magma, áður forstjóri Geysir Green og hægri hönd Jóns Ásgeirs og Hannesar Smára í orkuútrásinni

Magma sagðist þá vilja stofna félag á Íslandi til að gera þetta, en þá kom fram að þetta tiltekna félag sem stofnað væri utan um fjárfestinguna mætti ekki vera á Íslandi heldur yrði það að vera annars staðar á EES–svæðinu. (Leturbr. pv)

Með orðunum ,,þá kom fram" er Ásgeir að vísa til samráðsfundar með iðnaðarráðuneytinu.

Ráðuneyti sem tekur þátt í samsæri gegn almannahagsmunum starfar ekki í þágu þjóðarinnar heldur auðmanna. Við eigum að uppræta vinnubrögð af þessu tagi því það voru einmitt svona snúningar sem orsökuðu hrunið.

 

 


mbl.is Ræddu „hvernig lögin virkuðu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Magma er óskabran Sjálstæðisflokksins, ekki gleyma því Páll

Finnur Bárðarson, 11.7.2010 kl. 21:26

2 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Það var Davíð sem stofnaði fyrirtækið, Páll. Ef þú veist það ekki, veistu ekki mikið!

Flosi Kristjánsson, 11.7.2010 kl. 22:03

3 identicon

Snilldarrök hjá tveim grínurum.  Ber þá Pálmi heitinn í Hagkaupum líka ábyrgð á glæpaverkum Jóns Ásgeirs?  (O:

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 11.7.2010 kl. 23:16

4 identicon

Sá á hund sem elur.

 Það var satt og er alveg örugglega enn.

Hver er það sem samfylkinginn elur?

 Svarið finnst hér á síðunni.

jonasgeir (IP-tala skráð) 11.7.2010 kl. 23:29

5 identicon

Verdur ad stoppa tessa vitleysu nog er nu samt afram Pall

Kristján Baldursson (IP-tala skráð) 12.7.2010 kl. 09:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband