Sunnudagur, 11. júlí 2010
Ráðuneyti í samsæri gegn almannahagsmunum
Magma er kanadískt fyrirtæk sem íslenskir útrásarauðmenn og meðhlauparar þeirra gerðu samkomulag við að tæki upp þráðinn þegar gjaldþrot Geysir Green/REI blasti við. Iðnaðarráðuneyti lýðveldisins Íslands tók þátt í samsæri Magmahópsins um að komast hjá lögum sem banna fyrirtækjum utan EES-svæðisins að fjárfesta í þjóðarauðlindum.
Hér er Ásgeir Margeirsson framkvæmdastjóri Magma, áður forstjóri Geysir Green og hægri hönd Jóns Ásgeirs og Hannesar Smára í orkuútrásinni
Magma sagðist þá vilja stofna félag á Íslandi til að gera þetta, en þá kom fram að þetta tiltekna félag sem stofnað væri utan um fjárfestinguna mætti ekki vera á Íslandi heldur yrði það að vera annars staðar á EESsvæðinu. (Leturbr. pv)
Með orðunum ,,þá kom fram" er Ásgeir að vísa til samráðsfundar með iðnaðarráðuneytinu.
Ráðuneyti sem tekur þátt í samsæri gegn almannahagsmunum starfar ekki í þágu þjóðarinnar heldur auðmanna. Við eigum að uppræta vinnubrögð af þessu tagi því það voru einmitt svona snúningar sem orsökuðu hrunið.
Ræddu hvernig lögin virkuðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Magma er óskabran Sjálstæðisflokksins, ekki gleyma því Páll
Finnur Bárðarson, 11.7.2010 kl. 21:26
Það var Davíð sem stofnaði fyrirtækið, Páll. Ef þú veist það ekki, veistu ekki mikið!
Flosi Kristjánsson, 11.7.2010 kl. 22:03
Snilldarrök hjá tveim grínurum. Ber þá Pálmi heitinn í Hagkaupum líka ábyrgð á glæpaverkum Jóns Ásgeirs? (O:
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 11.7.2010 kl. 23:16
Sá á hund sem elur.
Það var satt og er alveg örugglega enn.
Hver er það sem samfylkinginn elur?
Svarið finnst hér á síðunni.
jonasgeir (IP-tala skráð) 11.7.2010 kl. 23:29
Verdur ad stoppa tessa vitleysu nog er nu samt afram Pall
Kristján Baldursson (IP-tala skráð) 12.7.2010 kl. 09:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.