Ráðherra viðurkennir svikráð

Iðnaðarráðuneytið fer með úrskurðarvald um það hvort kaup Magma á íslenskum orkulindum séu samkvæmt lögum og reglum. Þegar ráðuneytið leiðbeinir kanadíska fyrirtækinu Magma um það hvernig hægt er að komast í kringum lögin með því að stofna skúffufyrirtæki í Svíþjóð eru staðfest svikráð gegn almannahagsmunum.

Ráðneyti Samfylkingarinnar vinnur í þágu braskara en ekki almannaheilla. Ráðuneytið leiðbeinir um svikin, nefnd á vegum ráðuneytisins blessar leiðbeiningar ráðuneytis og loks ætlar ráðherra að heimila gjörninginn; hleypa bröskurum að orkuauðlindunum. 

Katrín sagði iðnaðarráðuneytið og lögmenn þess einungis veita ráðgjöf um þau lög sem menn þurfi að taka tillit til þegar unnið sé að stofnun fyrirtækja.

Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra viðurkennir að ráðuneytið sem hún stýrir grefur undan þjóðarhagsmunum. Ráðherra í þessari stöðu verður að segja af sér.


mbl.is Veitti Magma ekki ráðgjöf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Og svo þetta: "Þá þótti iðnaðarráðherra undarlegt að nú væri verið að átta sig á því að Magma í Svíþjóð væri skúffufyrirtæki. Það hefði alltaf legið fyrir." Semsagt vissi hún og fleiri um hvernig í pottinn var búið og þótti það bara allt í lagi!!!

Sammála um að þetta er algjör óhæfa!

Jón Bragi Sigurðsson, 11.7.2010 kl. 14:04

2 identicon

Vitsmunir ráðherrans eru ekki til skiptanna.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 11.7.2010 kl. 14:12

3 identicon

Ert þú ekki eitthvað að misskilja þetta? Mér sýnist þú reyndar misskilja ráðherran viljandi, sem er ömurlegt af blaðamanni að vera. Hið sanna er að ráðherran þvertekur fyrir að ráðuneytið hafi haft eitthvað með þetta að gera. Ég held að þú ættir að spá í það hvers vegna Sjálfstæðisflokknum er svona í mun að koma þessum auðlindum í hendurnar á útlendingum.

Valsól (IP-tala skráð) 11.7.2010 kl. 14:58

4 Smámynd: Elle_

Hver trúir siðvilltri Samfylkingar-Katrínu?

Elle_, 11.7.2010 kl. 15:20

5 identicon

@ Valsól.  Hvað þykist þú vita hvað er hið sanna í því sem iðnaðarráðherra er að segja?  Hún er að segja skýrt að það er fullkomlega löglegt að benda aðilum á hvernig hægt er að fara á svig við lögin, og ekkert annað, eins og Páll bendir réttilega á.

Hefurðu einhverja þokkalega vitræna skýringu þá á að forstjóri Magma á Íslandi, Ásgeir Margeirsson, kýs að ljúga þessari sögu uppá ráðuneytið?

 Síðan topparðu málefnalegt gjaldþrotið með að blanda Sjálfstæðisflokknum í umræðuna undir slagorði Baugsfylkingarinnar.:  "Svo skal böl bæta og benda á annað!"

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 11.7.2010 kl. 15:35

6 identicon

Sæll.

Ég skil ekki hvers vegna þetta moldviðri ríður yfir. Þessi lög um að banna eignarhald útlendinga á fyrirtækjum sem nýta okkar náttúruauðlindir er alveg út í hött. Eitt það fyrsta sem eigandinn sagði var að hann ætlar að láta stórfyrirtækin greiða hærra verð fyrir orkuna en það mun að sjálfsögðu koma okkur vel. Ríkið hefur samið um of lágt verð. Í síðmenntuðum löndum tíðkast að láta einkaaðila nýta auðlindir gegn sanngjarnri greiðslu. Við fáum auðvitað arð af þessu í form launa til starfsmanna og fleira slíkt. Það hefur aldrei staðið til að útlendingar eigi eitt eða neitt í auðlindum hér heldur bara að þeir fái að nýta þær.

Hvaða skilaboð er Svandís og fleiri svo að senda út í heim með þessari tilfinningasemi? Hverjir vilja hugsanlega nýta olíuna sem gæti fundist á Drekasvæðinu? Menn standa ekki í röðum ef stjórnmálamenn haga sér svona!! Á ríkið að leita, bora og vinna olíuna? Nei, við fáum einkaðila í það og látum þá greiða sanngjarnt gjald fyrir afnot af auðlindinni. Svona er þetta gert.

Svo er vert að minna á að ríkisvæðing alls, eins og Vg og fleiri sem eru illa að sér, mistókst herfilega í Sovétríkjunum. Er ekki kominn tími til að læra af sögunni?

Helgi (IP-tala skráð) 11.7.2010 kl. 16:16

7 Smámynd: Elle_

Helgi skrifar: Eitt það fyrsta sem eigandinn sagði var að hann ætlar að láta stórfyrirtækin greiða hærra verð fyrir orkuna en það mun að sjálfsögðu koma okkur vel.  Já, hann SAGÐI það.  Hvað lætur menn halda að hann geti ekki samt haft það eins og í Bólivíu og víðar?  Hækkað verð til hins almenna manns upp úr öllu valdi?  Og farið með arðinn í vasanum beint úr landi??

Elle_, 11.7.2010 kl. 16:43

8 identicon

Páll

lestu vital við Ásgeir Magnússon í mbl.is í dag. Skrifaðu síðan nýjan pistil sem byggir á staðreyndum. Ég er viss um að þú getur þetta.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 11.7.2010 kl. 16:59

9 Smámynd: Guðmundur Guðmundsson

Ég hef ekki lesið viðtalið við forstjóra Magma í Mogganum en í Pressunni í gær var haft eftir honum um stofnun skúffufyrirtækisins: 

"Bæði iðnaðarráðuneytið og lögfræðingar Magma bentu á þessa leið, hún er fullkomlega lögleg og ekkert við hana að athuga. Magma vildi stofna fyrirtæki hér en fékk ekki, því var þessi leið farin."

Það er því ljóst að í gær taldi Ásgeir að einhverjir í iðnaðarráðuneytinu hafi bent Magma á að fara fram hjá lögunum með því að stofna skúffufyrirtæki. Ásgeir gæti auðvitað verið allt annarrar skoðunnar í dag.

Guðmundur Guðmundsson, 11.7.2010 kl. 19:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband