Laugardagur, 10. júlí 2010
Meðhlauparar tryggja útrásinni framhaldslíf
Útrásarmenn kunnu ekki ensku samkvæmt fréttum af eiðsvörnum vitnisburði Jóns Ágeirs Jóhannessonar, Ingibjörg Pálmadóttur og Pálma í Fons. Tíðindin eru stoð fyrir tilgátu um verkaskipti græðgisvæðingarinnar.
Útrásarauðmenn lögðu til þekkingarleysi á erlendum tungumálum og þeir kunnu heldur ekki mannasiði, gátu ekki greint á milli réttlætis og ranglætis, sanninda og ósanninda, heilbrigðra viðskiptahátta og óheilbrigðra.
Víðtækur skortur á siðferðilegu og félagslegu taumhaldi var framlag auðmannanna. Meðhlauparar þeirra á endurskoðunarskrifstofum, lögfræðistofum, almannatengslafyrirtækjum, fjármálastofnunum og í stjórnmálaflokkum lögðu til tæknilega kunnáttu sem gerði útrásina mögulega.
Útrásarauðmenn hittu fyrir marga viljuga meðhlaupara sem tóku þátt í spillingunni. Meðhlaupararnir eru margir enn í ábyrgðarstöðum og vilja fyrir hvern mun halda hlífiskildi yfir Jóni Ásgeiri og félögum. Pálmi í Fons á enn flugfélagið sitt og Jón Ásgeir verslanir og fjölmiðla.
Mestur munar um að Samfylkingin er í ríkisstjórn og starfar samkvæmt bandalaginu sem gengið frá í formannstíð Össurar Skarphéðinssonar um að Samfylkingin veitti Jóni Ásgeiri pólitískan styrk en fengi á móti annars vegar fjárhagslegan stuðning og hins vegar málafylgju fjölmiðla Jóns Ásgeirs.
Athugasemdir
...meðhlauparar tryggðu...
Lykilorðið er trygging og hún er ekki án endurgjalds. Eða hvað ?
Skoðunarmenn ("endurskoðendur") hafa sloppið vel út úr umræðunni.
Þeirra ábyrgð er mikil, er það ekki ?
Þetta eru fagaðilar sem hafa blessað og skrifað upp á alla ársreikninga fjársvika- og uppblásinna loftbólufélaga ár eftir ár. Hafa legið yfir bókhaldi óreiðufélaga sem síðan rústuðu efnahag Íslands. Án athugasemda.
Gott væri ef fleiri en þú minntist á þessa "meðhlaupara".
Axla þeir ábyrgð sína, eða hafa úttektir þeirra og matvsviðmið ekkert breyst ? Einhver ?
Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 10.7.2010 kl. 13:18
Rétt hjá Hákoni, meðhlauparar sleppa billega í umræðunni. Góð færsla
Finnur Bárðarson, 10.7.2010 kl. 17:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.