Skoðanakúgun í Samfylkingunni

Einn af hverjum fimm kjósendum Samfylkingarinnar er andvígur aðild að Evrópusambandinu. Þessi hópur á sér engan talsmann í forystu flokksins þar sem efasemdir eru þaggaðar niður til trufla ekki gagnrýnislausa ESB-dýrkun.

Í Sjálfstæðisflokknum er minnihlutahópur sem talar fyrir ESB-aðild og þingmaður flokksins telst þar með. Í Vg reynir Árni Þór Sigurðsson að tóna sjónarmið fimmtungs fylgjenda flokksins sem vilja aðild. Framsóknarflokkurinn státar af minnihlutaþingmönnum, Guðmundi Steingríms og Siv Friðleifs, sem bæði vilja inn en almennt er þingflokkur sem flokkur á móti. En í Samfylkingunni heyrist ekki hósti né stuna frá þingliði eða forystu sem ekki fylgir flokkslínunni.

Skoðanakúgun Samfylkingarinnar er ekki síst merkileg í ljósi samræðustjórnmála og lýðræðisáhuga. 


mbl.is Aðeins fjórðungur vill í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Er þessu liði ekki lofað grænum skógum í Esb?  Þetta er þeð ótrúlegt af Íslendingum að vera,,,,,  öðru vísi mér áður brá.

Helga Kristjánsdóttir, 2.7.2010 kl. 00:39

2 identicon

Ég er Íslendingur, en ég er alls ekki Samfylkingarmaður.  En samt vill ég í EB

Hannes (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 00:42

3 identicon

Það er með ólíkindum hvernig Samfylkingunni tekst að berja fólkið sitt til hlýðni.  Satt að segja óhugnanlegt.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 00:48

4 identicon

En hver stjórnar skoðanakúgun í sjálfstæðisflokki? Bæði Bjarni og Davíð voru evrópusinnar fyrir formennsku. Þorgerður Katrín flæmd burt fyrir syndir undir meðallagi.

BRB (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 01:04

5 identicon

Skoðanakúgun er stunduð í öllum flokkum á Íslandi og svo hefur verið lengi.

Það er einna helst að framsóknarmenn séu lausir við þetta enda hafa þeir enga fastmótaða skoðun á nokkrum sköpuðum hlut.

Þannig hafa þeir tryggt sér völdin í áratugi.

Þetta er spurning um heilindi og þau eru minnst í Samfylkingunni sem lýgur því að þjóðinni að þar á bær iðki menn "samræðustjórnmál" og "gegnsæi".

Þetta er hrein lygi.

Íslensk pólitík er ekki bara frumstæð.

Hún er ógeðsleg.

Karl (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 14:27

6 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

BRB, það er engin skoðanakúgun í Evrópumálum innan Sjálfstæðisflokksins. Það vissirðu ef þú hefðir starfað innan flokksins svo ekki sé talað um setið landsfundi hans. En það er Evrópusambandssinna innan Sjálfstæðisflokksins að vinna skoðunum sínum fylgi innan flokksins ekki annarra. Þeir geta ekki öðrum kennt um það en sér sjálfum að illa hafi gengið í þeim efnum. Þeir hafa einfaldlega ekki verið að selja vöru sem mikil eftirspurn hefur verið eftir.

Hjörtur J. Guðmundsson, 4.7.2010 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband