Þjóðleg íhaldsstefna í stórsókn

Fullveldi, ábyrgð og ráðdeild er þríein stjórnmálastefna sem sækir í sig veðrið og verður ráðandi næstu árin. Sjálfstæðisflokkurinn annars vegar og hins vegar Vinstrihreyfingin grænt framboð eru farvegir fyrir  stjórnmálastefnu eftirhrunsins. Eftir ævintýramennsku útrásarinnar og pólitískri fíflsku leitar þjóðin í grunngildin.

Evrópusambandsumsóknin er pólitískt framhald af fjármálaútrásinni og á sem slík enga möguleika að laða til sín stuðning almennings. í utanríkismálum mun þjóðin gefa sér tíma til að ráða ráðum sínum og æðibunugangur afþakkaður.

Hrunið, aðdragandi og eftirmál, mun skilgreina stjórnmálaumræðuna til langrar framtíðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Loksins.

Hef haldið afar margar ræður á Landsfundum um, að það skorti einmitt, frekari og öruggari þjóðlegar viðmiðanir og stefnu, þar sem menn viðurkenna, að 300 þúsund manna þjóð ÞARF að fara afar varlega í samningum um ,,gagnkvæman rétt" manna og fyrirtækja, bæði hvað varðar eign á landi, auðlindum, fyrirtækjum og flutningi fjár milli landa.

Verum minnugir þess, að við íslendingar erum líkt og annað fólk, afar misjafnt og sumir eru til sölu fyrir lítið fé og þá er þeim slétt sama um, hvað varðar ,,hina" íslendingana, eins lengi og aurar koma í buddu þeirra um stuttan tíma lífs þeirra.

Mibbó

vill fara að dæmum Sviss og fara úr EES og semja TVÍHLIÐA við viðskiptablokkirnar.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 1.7.2010 kl. 15:47

2 identicon

Alveg er það mér óskiljanlegt hvað þú sért við tja svikahrappin Steingrím.  (Er hægt að segja það á kurteisislegri máta?).

En það er alveg satt að mjög mikið er hægt að læra af Sviss.  

Og þar er ekki mikið um Vinstri Græna pólitík.  

Það er ekki tilviljun.

jonasgeir (IP-tala skráð) 1.7.2010 kl. 16:30

3 identicon

Páll, því mærir þú VG? Eru þeir ekki þess valdandi að íslendingar hafa sótt um aðild að ESB?

Palli (IP-tala skráð) 1.7.2010 kl. 17:29

4 Smámynd: Elle_

Minni á að allir í VG eins og hann lagði sig, fyrir utan 2, sviku og sögðu JÁ við Icesave með Samfylkingunni.  Og næstum allur VG eins og hann lagði sig sveik í EU-málinu. 

Elle_, 1.7.2010 kl. 17:46

5 identicon

Á mæltu máli er þetta kallað fasismi

JSH (IP-tala skráð) 1.7.2010 kl. 17:50

6 Smámynd: Finnur Bárðarson

Það fer um mig léttur hrollur þegar ég les : "Þjóðleg íhaldsstefna" árið 2010

Finnur Bárðarson, 1.7.2010 kl. 18:43

8 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Einar: 

Góður!

Páll:

Hvernig er komið fyrir Sjálfstæðisflokknum?

Þið viljið halla ykkur upp að Kínverska kommúnistaflokknum og Pútín og spillingaröflunum í Rússlandi?

Og nú viljið þið komast í ríkisstjórn með kommúnistum, sósíalistum, öfga-femínistum, öfgaumhverfissinnum og stjórnleysingjum!

Hvaða vegferð eruð þið á?

Og svo eruð þið hissa á að maður yfirgefi flokkinn!!! 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 1.7.2010 kl. 22:31

9 Smámynd: Guðmundur Karlsson

Góður listi hjá Einari.

Hér er einn í viðbót á listann:

http://en.wikipedia.org/wiki/Tea_Party_movement

Guðmundur Karlsson, 2.7.2010 kl. 12:19

10 Smámynd: Björn Emilsson

VG á ekkert erindi í nýja ríkistjórn sjáfstæðra islendinga. Þeir eru núþegar slegnir út af Besta flokkunum, hækju Samfylkingarinnar. Þar liggur hættan. Menn láta eins þeir séu ekki til. Þeir eru þarna og koma til með að vera. Fólkið hrópar húrra, brosir ennþá, en eins og Páll segir, hve lengi.

Sjálfstæðir islendingar í hvaða flokki þeir standa verða að sameinast sem eitt afl og vernda Lyðveldið Island og sjálfstæði þess.

Björn Emilsson, 3.7.2010 kl. 14:15

11 identicon

,,Verum minnugir þess, að við íslendingar erum líkt og annað fólk, afar misjafnt og sumir eru til sölu fyrir lítið fé og þá er þeim slétt sama um, hvað varðar ,,hina" íslendingana, eins lengi og aurar koma í buddu þeirra um stuttan tíma lífs þeirra."

Er þetta ekki einn af þeim sem er búinn að vera á framfæri FLOKKSINS í áratugi ?

Eða, eins og Páll Vilhjálmsson, á spenanum hjá hinu opinbera í boði flokksins síns !

JR (IP-tala skráð) 5.7.2010 kl. 00:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband