Samkeppni án gjaldþrota er ekki samkeppni

Norræna efnahagsmódelið eftir miðja öld gerði ráð fyrir hálffrjálsri efnahagsstarfsemi þar sem ríki, samvinnurekstur og einkaframtak voru í jafnvægi. Hluti af jafnvæginu var hægfara þróun rekstrar og íhaldssemi við að færa út kvíarnar. Gjaldþrot voru fremur fátíð enda hluti af jafnvæginu að forðast þau.

Hákarlakapítalismi síðustu ára er óheftur, hraður og áhættusækinn. Þeir sem standa í brúnni vilja aftur á móti ekki sjá gjaldþrot og hafa til þess banka, lífeyrissjóði og opinberan stuðning undir yfirskini að verið sé að bjarga störfum.

Valið stendur um að halda áfram á núverandi braut og þá verða gjaldþrot að vera hluti af samkeppninni eða efna til nýs skilnings um hvaða gildi eigi að halda í heiðri í atvinnulífinu.


mbl.is „Samkeppnin kostar helling“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Þessu er ég hjartanlega sammála þér Samfylkingar-Páll. (það er til siðs að uppnefna fólk á þessu bloggi)

Gísli Ingvarsson, 30.6.2010 kl. 10:08

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Kært barn svarar mörgum gælunöfnum, segir norskt máltæki.

Páll Vilhjálmsson, 30.6.2010 kl. 10:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband