Þriðjudagur, 29. júní 2010
Fólkið í fílabeinsturninum
Stjórnmálamenn, embættismenn og fjölmiðlafólk í nýfrjálsum ríkjum Austur-Evrópu var hvað hlynntast aðild að Evrópusambandinu. Við inngöngu fengu margir úr þessum starfsstéttum vinnu í Brussel. Hér heima er álíka hópur að störfum við að koma Íslandi í Evrópusambandi.
Amx vefurinn hefur sagt frá góðu sambandi blaðamanna og embættismanna sem hafa að markmiði að stýra umræðunni á beinu brautina til Brussel. Kynnisferð til höfuðborgar ESB á kostnað framkvæmdastjórnarinnar í samvinnu við utanríkisráðuneytið eru meðöl sem reyndust vel gagnvart elítunni í Austur-Evrópu.
Síðustu tíðindi eru að reglulegt samráð sé um fyrirætlanir Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra og samninganefndar Íslands. Líklega verður ekki dvalið við þá staðreynd að í reynd er búið að afturkalla umboðið og aðeins á eftir að draga umsóknina formlega tilbaka.
Athugasemdir
Athyglisvert að svona maður eins og þu ert til i heiminum.
Þu tjair þig an aflats en slysast aldrei til að segja satt, staðfesta þin i að hafa rangt fyrir þer er a vissan hatt aðdaunarverð.
Það er engin meirihluti a þingi gegn umsokn, samfo allir og hluti framsoknar, allir borgarahreyfingu (kosningaloforð þeirra var að sækja um) og tveir eða þrir i FLokknum plus helmingur VG styðja umsokn.
Hefur amx og palli e-a skoðun a boðsferðum nato með blaðamenn?
krissi (IP-tala skráð) 29.6.2010 kl. 14:53
Ég hef hlustað á fullyrðingar þínar í útvarpi um að aðildarviðræðurnar séu í raun aðlögunarviðræður. Í raun þá hefur aðlögunarferlið staðið allt frá undirritun EES samningsins. En það verður að lokum þjóðin sem sker úr um inngöngu eður ei. Þjóðin er ekki svo heillum horfin að það beri að neita henni um að gera upp hug sinn að loknum aðildarviðræðum - þegar allt verður komið fram sem þarf að taka afstöðu til.
Vertu ekki svona hræddur Páll.
Hjálmtýr V Heiðdal, 29.6.2010 kl. 16:09
@krissi. Óttalega er þetta nú aumur málflutningur eða réttar sagt tignarlegt málefnalegt gjaldþrotið sem þú ert kominn í. Eins og Megas söng svo skemmtilega.:
“Ég veit ekki betur en það sé sýnt og sannað, að svo skal böl bæta með því að benda á eitthvað annað”
Hvað kemur NATO þessum mútuferðum blaða og blogglúðrasveitarinnar til Brussel á vegum ESB og framhaldsnámskeiðum utanríkisráðuneytisins um lygaáróður draums Hitlers við?
Er þá ekki nokkuð augljóslega meirihluti á þingi gegn því að eyða fleiri milljörðum í bjölluatið í Brussel miðað við þína útreikninga?
Hverjar eru líkurnar á að þeir þingmenn sem voru tilbúnir að styðja það á sínum tíma í VG með hálfum huga og gegn stefnu flokksins, sem og nokkur atkvæði óákveðinna í öðrum flokkum, komi til með að ganga gegn vilja 70% þjóðarinnar? Þú hlýtur að skilja að þeir þurfa að sækja umboð sitt til þessarra 70% kjósenda sem eru búnir að fá meira en nóg af ruglinu. 70% þjóðarinnar sem andstaða hefur örugglega vaxið að undanförnu, eftir nýjustu tíðindi um ofbeldisaðgerðir ESB gegn 98.2% þjóðarinnar í að handrukka upplogna og ólögvarða skuld eigendafélags klúbbsins?
Skemmtilegur spuni rökþrota ESB fíkla sem er á pari við allt annað sem frá þeim auma klúbbi kemur þessi misserin. "Bad losers" ... heitir þetta víst á útlenskunni. (O:
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 29.6.2010 kl. 16:29
@Hjálmtýr. Það sem gerir þessa baráttu mikils meirihluta þjóðarinnar sem segja NEI við ESB í raun svo létta, er að þið ESB fíklar hafið ekkert samneyti við sannleikann þegar þið reynið að breiða út hugmyndafræði ESB.
Síðan er hollt að hafa í huga að Baugsfylkingin og ESB fíklar eru að eyða milljörðum frá þjóðinni til að reyna að selja henni eitthvað sem hún vill ekki, þegar á móti þurfa andstæðingar þess að vinna sjálfboðavinnu og leggja fram sitt eigið fé til kynningar þeirra málstaðs.
Af lygum ESB fíkla.:
Þjóðin mun ekki eiga síðasta orðið um ESB
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, upplýsti á Alþingi þann 18. júní að stefna ríkisstjórnarinnar væri að halda einungis ráðgefandi þjóðaratkvæði um hugsanlegan samning um inngöngu í Evrópusambandið en ekki bindandi. Þetta staðfesti Jóhanna í svari við fyrirspurn Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins. Bjarni benti á að þetta þýddi að íslenska þjóðin hefði ekki síðasta orðið um málið heldur ríkisstjórnin sem tæki endanlega ákvörðun um það hvort hún færi eftir niðurstöðunni eða ekki.
Bindandi þjóðaratkvæðagreiðsla þýddi að breyta þyrfti stjórnarskránni og þar sem Samfylkingunni liggur lífið á að koma Íslandi inn í Evrópusambandið sem allra fyrst álítur forysta hennar slíkt aðeins til þess fallið að tefja fyrir því markmiði. Sama á við um þjóðaratkvæði um það hvort sækja skuli um inngöngu í sambandið. Kjósendur verða því að sætta sig við það að ríkisstjórnin hafi síðasta orðið en ekki þeir sjálfir um það hvort gengið verði í Evrópusambandið ef áform hennar ná fram að ganga.
Þess má geta að nú þegar er gert ráð fyrir þjóðaratkvæði í stjórnarskránni í tveimur tilfellum, ef forseti neitar að undirrita lög frá Alþingi og ef breyta á sambandi ríkisins og þjóðkirkjunnar. Í þeim tilfellum væri um bindandi þjóðaratkvæði að ræða sem stjórnvöld hefðu ekkert val um að virða eða virða ekki. Eðlilega vaknar sú spurning hvort ásættanlegt sé að fram fari léttvægara þjóðaratkvæði um eins stórt hagsmunamál fyrir íslensku þjóðina og það hvort fullveldi Íslands verði framselt til Evrópusambandsins eða ekki?
http://www.heimssýn.is/index.php?option=com_content&view=article&id=251:tjoein-mun-ekki-eiga-sieasta-oreie-um-esb&catid=71:esb-umsokn-islands&Itemid=41
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 29.6.2010 kl. 16:54
Einu sinni var gert grín að „þjóðinni á Þórsgötu 2“. Nú þykir mér sem sjálfskipaður umboðsmaður „þjóðarinnar“ heiti Guðmundur 2. Gunnarsson (veit ekki hvað þessir 2 standa fyrir).
Skoðanakannanir hafa sýnt margvíslega afstöðu þjóðarinnar til ESB í gegn um tíðina. Eigum við ekki bara að klára þessar viðræður og fara svo í bindandi kosningar um inngöngu eður ei?
Hjálmtýr V Heiðdal, 29.6.2010 kl. 17:00
@Hjálmtýr. Sættu þig við það að 70% þjóðarinnar segir STOPP núna. Þó þú hafir ágætt álit á þér, þá er ég nokk klár á að þú hafir nákvæmlega ekkert með það að gera hvort að einræðisherrann Heilög Jóhanna og hennar aftaní(s)ossar komi til með að breyta því um að þjóðin fái eitthvað um málið að segja á endanum eins og klárlega er planið, og hvað þá að ef 70% eða meira segir klárt NEI.
Að henda milljörðum (átti að vera einhverjar örfáar milljónir) í bjölluatið eins og staðan er í þjóðfélaginu og í einhverri blindri trú um að hugsanlega er hægt að safna nokkrum atkvæðum sem kaupa ESB lygar og draum Hitlers, lýsir fyrst og fremst takmörkun þeirra sem eru svo barnalegir eða óheiðarlegir. Málið er dauðadæmt eins og það hefur verið lagt upp með það af ESB fíklum, - sem betur fer. En það er komið meira en nóg.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 29.6.2010 kl. 17:20
Bjölluat er það að hringja bjöllunni og hlaupa svo í burtu, sem er það sem alyktun FLokksins gengur útá.
Siðað fólk hinsvegar ræðir við þann sem kemur til dyra.
krissi (IP-tala skráð) 29.6.2010 kl. 17:46
Nei, Össur fær ekki að komast upp með valdarán, yfirfært til risabáknsins í Brussel. Nóg að maðurinn hafi komist upp með endalausar lygar og yfirtöku valds fyrrv. bankamálaráðherra fyrir fall Glitnis. Hann verður að víkja ellegar vera borinn út.
Elle_, 29.6.2010 kl. 18:48
Og hví, Hjálmtýr, heitir það að vera sjálfskipaður umboðsmaður þjóðarinnar að fara með rök eins og Guðmundur gerir að ofan og lýsir þar vel sem fyrr, hvað stór hluti okkar er andvígur valdayfirtöku af Brussel? Við förum ekki þangað bara af því einn pólitísur og hverfandi flokkur vill það.
Elle_, 29.6.2010 kl. 20:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.