Aðildarsinnar í vanda með veruleikann

Einn stjórnmálaflokka stendur Samfylkingin að umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Fáeinir stuðningsmenn aðildar úr röðum sjálfstæðismanna segjast óánægðir að geta ekki beitt afgerandi meirihluta flokksmanna þöggun. Ónægðu sjálfstæðismennirnir þora ekki sjálfir að stofna flokk þrátt fyrir hótanir þar um.

Forysta Samfylkingarinnar hefur sumarið til að ákveða hvort hún sjálf hafi frumkvæðið að því að draga umsóknina tilbaka eða þingmeirihluti allra flokka taki af Samfylkingunni ómakið.

Líklega ætla aðildarsinnar flestir sér framhaldslíf í íslenskum stjórnmálum. Þeir gerðu vel í því að kannast við veruleikann eins og hann blasir við eftir helgina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Þú ert að gleyma Framsóknarflokknum.

Björn Birgisson, 28.6.2010 kl. 19:51

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Úr því að sjálfstæðis og vg eru á móti esb hlýtur eitthvað að vera í það varið.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 28.6.2010 kl. 20:00

3 Smámynd: Elle_

Draga verður vitleysuna til baka og hætta að eyða milljörðum í einkamál eins pólitísks flokks. 

Elle_, 28.6.2010 kl. 20:43

4 Smámynd: Benedikta E

Góð stjórnmálarýni hjá þér Páll.

Benedikta E, 28.6.2010 kl. 21:36

5 identicon

Páll skrumskælir veruleikann. Alþingi Íslendinga samþykkti að hefja aðildarviðræður við ESB. Alþingi getur að sjálfsögðu hætt við og hætt viðræðum. Færa má fyrir því veigamikil rök að það sé óskynsamlegt og í andstöðu við hagsmuni og rétt þjóðarinnar til að kjósa um þetta mikilvæga mál. Evrópusinnar í Sjálfstæðisflokknum eru vonsviknir og reiðir vegna þess að flokkurinn getur ekki rúmað fleiri en eina skoðun í þessu mikilvæga máli. Tal um þöggun er út í hött. Þorsteinn Pálsson er Evrópusinni. Hann álítur umrædda ályktun ranga stefnu og í andstöðu við framtíðarhagsmuni flokksins. Flokkurinn er að svipta sjálfan sig þeim möguleika að verða aftur forystuafl í stjórnmálunum. En Þorsteinn ætlar að vera í flokknum. Það þarf meira að koma til ef hann á að yfirgefa flokkinn sinn. Þannig hugsa án efa margir. En það er jafnljóst að margir af virkum flokksfélögum munu yfirgefa flokkinn á næstunni. Hvort af flokksstofnun þessa hóps verður er óljóst en mér finnst það ólíklegt. Á óvenju fámennum landsfundi ákveður hópur manna að stilla hluta flokksfélaga sinna upp við vegg. Tillagan fékk afgeandi stuðning en það fékk formaðurinn ekki. Hann fékk 62% af liðlega 900 greiddum atkvæðum. Páll bloggari virðist telja að með þessum kosningum hafi orðið straumhvörf í íslenskum stjórnmálum. Það er afar merkileg skoðun. Hins vegar urðu raunveruleg straumhvörf þegar Besti flokkurinn hrifsaði völdin úr höndum Sjálfstæðismanna í höfuðborginni. Á höfuðborgarsvæðinu er tími Sjálfstæðisflokksins sem forystuafls liðinn. Páli væri nær að horfastí augu við veruleikann til stað þess þrástaglast á ESB-bábiljum sínum.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 28.6.2010 kl. 22:19

6 identicon

Mikil samstaða ríkti um þetta mál á landsfundinum. Innan við tuttugu greiddu tillögunni um ESB afstöðuna nei - atkvæði. Þetta er örugglega merki um að fótfesta Sjálfstæðisflokksins verður betri en ekki verri eins og Hrafn heldur. Fámennur hópur ætlaði að sigla flokknum nær og halda honum moðvolgum gagnvart ESB, þvert á vilja alls þorra kjósenda flokksins. Það hefði hins vegar veikt hann og mjög margir farið að líta í kringum sig. Þetta er veruleikinn og minnihluti þjóðarinnar verður að átta sig á því að Íslendingar vilja ekki einangra sig í þessu skrifveldi og gera sig áhrifalausa gagnvart umheiminum og sjálfum sér.

Elvar Eyvindsson (IP-tala skráð) 29.6.2010 kl. 00:30

7 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Þorsteinn Pálsson?

Hjörtur J. Guðmundsson, 29.6.2010 kl. 13:04

8 identicon

Tek undir með Hirti varðandi Þorstein !

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 29.6.2010 kl. 16:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband