Mánudagur, 28. júní 2010
Tifandi tímasprengja sem grínið gæti bjargað
Þingsályktun um að Ísland dragi tilbaka umsókn um aðild að Evrópusambandinu liggur fyrir alþingi. Í haust kemst tillagan til umræðu og þingmenn Vg standa frammi fyrir þeim kosti að gefa dauðann og djöfulinn í kjósendur sína og grasrót flokksins, og tryggja lífdaga Jóhönnustjórnarinnar, eða fylgja sannfæringu sinni og málstað flokksins og fella í leiðinni ríkisstjórnina.
Það myndi henta ágætlega þorra þingamanna Vg og flokksins almennt að láta Evrópumál ríða stjórnarsamstarfinu að fullu. Flokkurinn gæti á trúverðugan hátt bætt fyrir mistökin í fyrra.
Á hinn bóginn er líklegt að Samfylkingin leiti að öðru máli til að sigla ríkisstjórninni í strand. Umsátursástand ríkir innan flokksins enda stóð aldrei til að Samfylkingin yrði jaðarflokkur.
Sumarvinna velunnara Samfylkingarinnar er að finna leið til að vígstaðan verði ekki jafn vonlaus og flokkurinn á skilið. Reynslan af borgarstjórnarmálum gæti komið hér að notum.
Samfylkingin ætti að finna vaska sveit hirðfífla til að bjóða fram við næstu þingkosningar undir formerkjum gríns og ábyrgðarleysis. Nái fíflaframboð árangri er hægt að vísa á fordæmi samstarfs Besta flokksins í Reykjavík og Samfylkingarinnar.
Athugasemdir
Nýjasta afrek Íslendinga á leið sinni niðrí gilið, sýnir að langt er ennþá í botninn, samfylkingin hefur þegar tryggt sér, ekki bara vaska sveit, heldur öfugsnúna að auki.
Robert (IP-tala skráð) 28.6.2010 kl. 01:18
Enn og aftur færðu spurninguna um þín tengsl við kvótakónga og eigendafélag bænda ?
Getur Páll Vilhjálmsson, ríksisstarfsmaður (sem kallar sig blaðamann), ekki búið til ritröð um skrif sín vegna ESB og vina sinna hjá Baugi ?
Rannsóknarráð gefur auðvitað þetta allr út svo Páll fái rausnarleg laun fyrir !
JR (IP-tala skráð) 28.6.2010 kl. 01:41
Hví má ekki láta þjóðina kjósa um þetta?
Svaraðu nú.
Teitur Atlason (IP-tala skráð) 28.6.2010 kl. 06:06
Teitur, þjóðin kaus um þetta við síðustu þingkosningar. Eini flokkurinn sem vildi skilyrðislausa umsókn fékk rúm 29 prósent atkvæða. Umsóknin var send með svikum Vg við kjósendur sína.
Í máli af þessum toga þarf að vera sterkur þingmeirihluti og afgerandi þjóðarvilji. Hvorugu er til að dreifa.
Páll Vilhjálmsson, 28.6.2010 kl. 09:25
Þetta er óskaplega vont svar. ÞAÐ ER EKKI VERIÐ AÐ ÁKVEÐA AÐ GANGA Í ESB. það er verið að kanna hvað er í boði og svo verður kosið um það.
Hvað er svona slæmt um það. ESB andstæðingar eins og þú ættuð að taka þessu fagnandi því þá væri hægt að henda þessu máli út af borðinu í eitt skipti fyrir öll.
Veist þú virkilega ekki um hvernig málum er háttað í öllu þessu ferli? Heldur þú virkilega að ríkisstjórnin sé að "ákveða að fara í ESB".
-Heldur þú það?
Teitur Atlason (IP-tala skráð) 28.6.2010 kl. 20:27
-Hljóður er nú marbendill.
Teitur Atlason (IP-tala skráð) 29.6.2010 kl. 06:04
Enn þegir marbendill....
Teitur Atlason (IP-tala skráð) 29.6.2010 kl. 12:07
Hljóður situr marbendill. Hví svara þú ekki þessari einföldu spurningu minni. Eruð þér það sem er kalla í rökfræðinni, rökþrota?
Teitur Atlason (IP-tala skráð) 29.6.2010 kl. 15:20
Teitur, ESB býður ekki upp á samningaviðræður heldur aðlögun enda gerir ESB ráð fyrir að umsóknarþjóðir hafi gert upp við sig að þær vilji inn. Í tilfelli Íslendinga er því ekki að heilsa. Þú talar eins og um könnunarviðræður sé að ræða en svo er ekki.
Páll Vilhjálmsson, 29.6.2010 kl. 15:50
Jahérnahér. Burt séð frá því að þetta innlegg þitt er út í hött, þá svarar þú ekki spurningunni sem ég legg fyrir þig og þrábið þig um svar við.
Sýndu nú manndóm og svaraðu spurningunni efnislega og ekki út í hött eins og þér er svo tamt.
Hérna er spurningin:
Hví má ekki láta þjóðina kjósa um þetta?
Þú ættir EINMITT að fagna þessum viðræðum því að þetta verður þá örugglega kolfellt í atkvæðagreiðslu. Ég meina, ef það er stundað mannát í Evrópu, eins og margir halda fram, þá hafnar þjóðin bara samneyti við mannæturnar. -Ekkert flókið.
Teitur Atlason (IP-tala skráð) 29.6.2010 kl. 16:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.