Föstudagur, 25. júní 2010
Síðasti naglinn í líkkistu ESB-umsóknar
Með því að draga umsókn um aðild að Evrópusambandinu tilbaka er slegið út af borðinu ógeðfellt sérmál Samfylkingar sem sundrað hefur þjóðinni frá 16. júlí á síðasta ári þegar nokkrir þingmenn Vg sviku fyrirheit gagnvart kjósendum og samþykktu þingsályktun um að sækja um aðild.
Svik þingmanna Vg voru gerð í andrúmslofti sem skapaðist eftir hrun þar sem hluti af forystu Sjálfstæðisflokksins virtist gefa aðildarumsókn undir fótinn. Alræmd grein Bjarna Ben. formanns og Illuga Gunnarssonar þingmanns hjálpaði ekki upp á sakirnar. Fyrir var þekkt ESB-hneigð Þorgerðar Katrínar þáverandi varaformanns.
Vg sem flokkur bætti fyrir svikin með afgerandi ályktun á flokksráðsfundi í janúar á þessu ári þar sem trúnaðarmenn flokksins voru hvattir til að berjast gegn umsókninni.
Samfylkingin er einangruð í helför sinni til Brussel. Ræða formanns Sjálfstæðisflokksins og drög að stjórnmálaályktun, þar sem studd er þingsályktunartillaga um að draga umsóknina tilbaka, er síðasti naglinn í líkkistu ESB-umsóknar Samfylkingarinnar.
Leggja aðildarumsókn til hliðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég á ekki von á því að þessar athugasemdir Páls séu síðasti naglinn í líkkistu endaleysu-skrifa hans. Því miður. Afstaðan til ESB er stórt mál og um það eru mjög skiptar skoðanir í Sjálfstæðisflokknum. Nægir að minna á menn eins og Þorstein Pálsson og Benedikt Jóhannsson. Stór samtök eins og ASÍ og Samtök iðnaðarins hafa árum saman lýst yfir stuðningi við inngöngu í ESB. málið er ekki og hefur aldrei verið sérmál Samfylkngarinnar. Eins og menn muna beitti Halldór Ásgrímsson sér fyrir viðræðum við ESB. Orðanotkun Páls lýsir einkennilegu sálarástandi; Svik,ógeðfellt,alræmdur, helför og líkkista. það er ekki eingöngu krónan sem hrynur og er gengisfelld. Hið sama á við um orðin og orðræðuna í kjölfar hrunsins. Athugasemdir Páls eru dapurlegt dæmi um þetta.
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 25.6.2010 kl. 22:10
Í hvað sundraðist þjóðin.?
Ógeðfellt,svikin fyriheit,Alræmd,Esb hneigð,helför,
Ertu ekki að nota svolítið sterk orð sem eiga kannski ekki við, sérstaklega í ljósi þess að aðildarviðræður og samnigagerð er ekki einu sinni byrjuð.
Er líklegt að þú getir skoðað þann samnig sem um semst með opnum hug þegar þú ert búin að mynda þér svo sterkar skoðanir fyrirfram..
Ef samningur verði vonlaus þá velur þú bara x við NEI í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Þangað til mæli ég með áróðursthvíld, nóg höfum við til að gera okkur reið.
Símon (IP-tala skráð) 25.6.2010 kl. 22:15
Hrossakaup Samfylkingar og Vg leiddu til þess að umsókn var send til Brussel. Það eru svikin og þarf ekkert að fjölyrða um þau.
Umsóknin er alfarið og eingöngu á ábyrgð Samfylkingarinnnar og um það þarf ekkert að efast.
Aðildarviðræður bjóðast ekki hjá ESB, aðeins aðlögunarferli fyrir þjóðir sem sannfærðar eru um að þær vilji í félagsskapinn.
Ísland á ekki heima í Evrópusambandinu og umsóknina á að draga tilbaka.
Páll Vilhjálmsson, 25.6.2010 kl. 22:20
Ég hef verið að velta fyrir mér hvort til standi að breyta Bónusmerkinu. Setja Austur Evrópusambandsstjörnurnar utan um rauða svínið.
Sigurður Þorsteinsson, 26.6.2010 kl. 00:28
Hvar à Ìsland heima? spyr ég og bergmála spurningar kynslóðar, sem undirbýr landaflutninga í stórum stíl. Ef Ísland á ekki heima í Evrópu (sambandinu), hvar þá?! Kínverska alþýðuveldinu (hljómfagurt), Sameinuðu ríkjasambandi NA (stundum skammstafað USA), eða eigum við bara að halda áfram að vera "verstöð" fáeinna "góðborgara" íslenska lýðveldisins og halda áfram að riðlast á óferðafæru fólki (gamalmennum og gjaldþrota einstaklingum) ? Eða eigum við kannski að sameinast Noregi aftur, enda virðast flestar flökku(mjólkur)kýrnar stefna þangað!
Mig hreinlega skortir þessa "verstöðvarsýn" ykkar "heimsjónarsinna" enda hefur hún bara verið til óheilla fyrir flesta, en til heilla fyrir örfáa sem kunnu ekki að höndla hana.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 26.6.2010 kl. 04:51
Mér myndi hugnast að setja umsóknina og aðlögunina einfaldlega á "Hold" meðan við rembumst við að uppfylla Mastricht skilyrðin einfaldlega vegna þess að þau eru skynsamleg. Á meðan skýrist hvert og hvernig ESB verður og hvort það sé eitthvað sem hentar Íslandi umfram EES. Við erum hvort eð er ekki að fá neinn ávinning út úr ESB fyrr en við uppfyllum þessi skilyrði og því síður Evruna. Gengissveiflurnar snúast ekki um evruna heldur um efnahagsstjórnina svo það er alls ekki víst að við þyrftum Evru ef okkur tekst að hafa stjórn á hagkerfinu a la Mastrict.
Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 26.6.2010 kl. 07:05
Sæll.
Í allri þessari umræðu um aðildina hefur EKKERT farið fyrir því að ESB sinnar bendi á kosti aðiladar. Hvers vegna? Þetta er gott dæmi um það hve yfirborðskennd umræðan hér er. Stjórnmálamenn og embættismenn komast upp með að segja ósatt frá og fjölmiðlar gera engar athugasemdir?!
Hverjir eru svo kostir aðildar? Við fáum yfir okkur miðstýringu í anda gömlu A-Evrópu. Íbúar margra ESB landa vilja út úr þessu kerfi en frá því er ekki greint hérlendis. Muna blaðamenn ekkert eftir þeirri sneið sem Rannsóknarnefndin sendi þeim? Það er ekkert talað um það t.d. að Þjóðverjar vilja fá markið sitt aftur. Það er ekki talað um það að lönd í Evrópu ættu mun hægara með að vinna sig út úr kreppunni með sinn eigin gjaldmiðil. Svo er merkilega lítið rætt um þann mikla kostnað sem fer í aðildarviðræður (sem er vitað hverju skila) á tímapunkti þegar þeim fjármunum væri t.d. betur varið í LSH. Hvernig væri nú að láta aðildarsinna standa fyrir sínu máli?
Að lokum hvet ég aðildarsinna til að útlista nákvæmlega hvað við höfum upp úr aðild og að svara gagnrýni málefnalega.
Helgi (IP-tala skráð) 26.6.2010 kl. 08:09
Ég var í námi í Berlín og ég get fullvissað "Helga" um það að stjórnskipun ESB á ekkert sameiginlegt með miðstýringu Austur-Evrópuríkja. "Helgi" ætti að spyrja sjálfan sig að því hvers vegna mörg helstu samtök atvinnulífs-og vinnumarkaðar hafa lýst yfir stuðningi við inngöngu í ESB. Hann getur auðveldlega fundið sjálfur ályktanir og greinargerðir. Í sáttúamála ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir aðildarviðræðum. Við það var staðið. Aðildarviðræður eru í undirbúningi. Samnigur verður lagður fyrir Alþing og þjóðina. Þjóðin hefur síðasta orðið. Evrópuþingið og hvert aðildarríki verða að samþykkja samninginn. Páll er einn af fáum mönnum í heiminum sem veit núna hvernig samningurinn verður. Jú, við verður að gleypa ESB-pakkann í heilu lagi. Ekki eru allir jafn miklir sjáendur og Páll Nostradamus. Við hin verðum að búa okkur undir lýðræðislega umræðu. Við getum tekið Norðmenn okkur til fyrirmyndar. Umræðan þar byggðist á gífurlega miklum upplýsingum sem allir hagsmunaaðilar komu á framfæri. það ætti að vekja Páli von að tvívegis höfnuðu Norðmenn inngöngu.
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 26.6.2010 kl. 12:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.