Fimmtudagur, 24. júní 2010
Samfélag og hagkerfi er sitthvað
Líklega hugsaði viðskiptaráðherra til hagkerfisins þegar hann brást fyrst við fréttum af dómi Hæstaréttar og sagði gott fyrir hagkerfið að fá innspýtingu frá eyðsluklónum sem fengu leiðréttingu (auðvitað sagði hann þetta ekki með þessum orðum). Tónninn breyttist þegar kröfur um leiðréttingu á öðrum skuldum tóku að heyrast.
Þriðji þátturinn er þessi affæra öll kemur við eru erlendir lánveitendur. Þar segir ráðherra mest lítið.
Stjórnvöld skulda okkur skýringar á stöðu mála. En það er ekki í fyrsta sinn sem skýringum stjórnar Jóhönnu Sig. stórmálum samtímans er ábótavant.
Hagkerfið þolir ekki samningsvexti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvernig stendur á því að menn tala síknt og heilagt um "óráðsíufólkið", "glannana", "eyðsluklærnar", þegar lágvaxtalánin eiga í hlut? Ég skil ekki hvernig neinum dettur í huga að ásaka 44 þúsund lántaka um að vera vesalinga.
marat (IP-tala skráð) 24.6.2010 kl. 19:39
Þetta er liður í því að gera þetta fólk að "óvininum" sem á allt vont skilið og almenningur taki ekki nærri sér að brotið sé á því. Skuldarar eiga ekki að láta bjóða sér þetta og taka höndum saman um nýtt og réttlátara lánakerfi. Krefjast leiðréttinga og að krónur þeirra í eigunum sé ekki mörgum sinnum minna virði en bankanna. Sagan hefur bersýnilega leitt í ljós að það eru bankastofnanirnar sem eru óráðsíuöflin í þessu landi. Hafa aldrei þurft að vanda sig þar sem þær eru með belti, axlarbönd og reiðhjólateygjur og þeirra hagur hefur verið að halda verðbólgunni uppi og hrifsa til sín eignarhluta almennings.
Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 25.6.2010 kl. 07:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.