Miðvikudagur, 23. júní 2010
Persónuvernd bankanna
Bankafólk lærði ekkert af hruninu og sömu ranghugmyndir um lífið og tilveruna tröllríða bankahúsum og gerðu í útrásinni. Persónuvernd og bankaleynd eru hugtök sem bankarnir notuðu sem skálkaskjól til að setja landið á hausinn. Ef bankar þykjast ekki geta samið við stjórnvöld um tiltekna afgreiðslu mála eru persónuvernd og bankaleynd ekki trúverðug rök.
Bankakerfið á hér á landi er of stórt og þarf að grisja. Hæstaréttardómur um myntlán ætti að leiða til gjaldþrota bílalánafyrirtækja og ef til vill gefst tækifæri til að slá af fleiri ónýtar fjármálastofnanir.
Stjórnvöld eiga ekki að lyfta litlafingri til að bjarga fjármálastofnunum sem ekki er á vetur setjandi.
Treystir bönkunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Síðasta málsgreinin, segir allt um þetta mál.
Finnur Bárðarson, 23.6.2010 kl. 17:36
Sammála. Ef þau geta ekki staðið af sér áföll eða hafa gert ráð fyrir þessu þá eiga þau ekki tilverurétt.
Sigurður Sigurðsson, 23.6.2010 kl. 20:44
'Eg hef bent áður á það hér á bloggi hjá Mbl,að hversvegna sleppur fyrrverandi Forstöðumaður Fjármálaeftirlitsins svona vel frá málum.Þá á ég við Pál Gunnar Pálsson sem núna er Forstöðumaður Samkeppnisstofnunar,en Páll þessi á stóran þátt í arkitektúr að þessum lánagjörningum er nú hafa verið dæmdir ólöglegir.Samflokkskona Páls þessa heitir Valgerður Sverrisdóttir fyrrverandi Viðskiptaráðherra þá,og var hún að viðurkenna það í viðtali í helgarblaði Mbl,að hún hafi vitað allan tíman frá árinu 2001 að þetta hafi verið ólöglegur gjörningur,þessi lánagjörningur sem komið var á þá á því ári.Fingraför núverandi forstöðumanns Samkeppniseftirlitsins eru umlykjandi þennan gjörning,er hann var í Fjármálaeftirlitinu þá.
Númi (IP-tala skráð) 23.6.2010 kl. 23:50
Já, bankar og fjármálafyrirtæki sem ekki geta staðið undir sínum eigin blekkingum og lögbrotum ættu að fara beint í gjaldþrot.
Elle_, 24.6.2010 kl. 17:38
Og merkilegt það sem Númi var að skrifa að ofan. Verður fólk ekki lögsótt fyrir að hafa meðvitað leyft að brotið væri á skuldurum með ólöglegum samningum?
Elle_, 24.6.2010 kl. 17:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.