Gjaldþrot í stað pólitískrar sturlungaaldar

Orð skulu standa er speki sem gleymdist í útrásinni. Hæstaréttardómur um ólögmæti gjaldeyrislána er niðurstaða sem við eigum að láta standa og breyta samkvæmt því. Bílalánafyrirtækin fara í gjaldþrot, ofgreiddar kröfur verða almennar kröfur í búin; ógreidd gengislán eru afgreidd samkvæmt orðanna hljóðan - ýmist með Libor plús álag eða stýrivexti Seðlabankans.

Seðlabankastjóri er eflaust með réttmætar áhyggjur af viðbrögðum erlendra lánadrottna sem munu tapa tugmilljörðum á gjaldþroti bílalánafyrirtækjanna. Þær áhyggjur mega ekki verða til þess að stjórnvöld grípi frammi fyrir hendur Hæstaréttar. 

Stjórnvöld eiga að halda að sér höndum í málinu og aðeins grípa inn í ef neyð kallar. Almenningur hefur skilning á neyðarúrræðum þegar þeirra er þörf. Engin nauðsyn er að hér starfi bílaleigufyrirtæki sem kunna ekki að gera lánssamninga.


mbl.is Hefðu lækkað vexti meira
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Þetta er það sem vantar inn á Alþingi, ekki atvinnupólítíkusa sem hafa

sogið sig föst á þjóðina áratugum saman. Heilbrigðan mann beint

út úr atvinnulýfinu, með  ferskar skoðanir.

Aðalsteinn Agnarsson, 23.6.2010 kl. 13:48

2 identicon

Lágvaxtalánin hafa ekki verið dæmd ólögleg. Aðeins aðferðin við að tryggja þau. Allir þeir sem voru skynsamir árið 2006 og 2007 tóku lágvaxtalán. Í tíu ár þar á undan höfðu jen og svissneskur franki sveiflast lítillega en jenið var t.d. aðeins 5% hærra skráð árið 2007 en það hafði verið 1997.

Á sama tíma hafði vísitala neysluverðs hækkað um 50%. Þannig að lágvaxtalánin voru eðlilegur valkostur. Þessi klaufaskapur fagmanna að velja ekki tryggingu sem stóðst lög, á ekki að koma niður á leikmönnunum sem tóku lánin.

Þess má að auki geta, að jafnvel með stökkbreyttum höfuðstól, eru löng lágvaxtalán mörgum sinnum hagstæðari en verðtryggð löng lán.

Marat (IP-tala skráð) 23.6.2010 kl. 13:56

3 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Góð færsla hjá þér, Páll.  Svona hræðsluáróður frá æðstapresti musteris mammons á ekki við eftir að Hæstiréttur hefur kveðið upp raust sína.  Þetta er gróf íhlutun og ekkert annað í niðurstöður dómstóla.  Ætli eignaréttarákvæðið eigi jafnvel við núna og þegar Árni Páll ætlaði að setja lög á bílasamningana?

Marinó G. Njálsson, 23.6.2010 kl. 14:00

4 Smámynd: Óskar Arnórsson

Frábær færsla og hárrétt. Bara sjá hvort Ríkisvald þoli pressuna og ég óttast að þeir geri einhverja hundakúnstir til að sneiða hjá því að fylgja þessum dómi. Verðtrygging, Öll lán sem eru gjaldeyris- og gengistryggð eða verðtryggð eru ólögleg og hreinn glæpur.

Óskar Arnórsson, 23.6.2010 kl. 15:05

5 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Páll,

Innilega sammála!  Bankakerfi og fjármálakerfi Íslands var gegnrotið af spillingu og glæpum og dómur Hæstaréttar er bara einn þáttur í því að uppræta ruglið.  Og þá rís upp hópur fólks sem má ekki til þess hugsa að þeir sem frömdu glæpinn verði á neinn hátt látnir gjalda fyrir hann.  Hvers konar bull er þetta?  Á að láta glæpinn viðgangast bara af því að niðurfelling gengistryggingarinnar gæti komið illa við þau fyrirtæki sem brutu lögin?  Maður bara skilur ekki svona...

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 23.6.2010 kl. 15:41

6 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sælir hverjir eiga bankana?

Það er kvíslað að mér að það séu erlendir kröfuhafar að íslandsbanka og Aion við landsbanka þessir erlendu kröfuhafar eru sömu menn og settu þá á hausinn með aðrar kennitölur vitið til! Því segi ég við skulum berjast fyrir réttlæti og látum ekki troða á okkur lengur við eigum leik.

Sigurður Haraldsson, 23.6.2010 kl. 19:27

7 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Ísland á sér ekki viðreisnar von og best að ganga sem fyrst í ESB eða ellegar að afsala sjálfstæðinu til Danmerkur.  Þetta gjörspillta þjófa þjóðfélag sem er með dæmda þjófa á þingi, er þvílíkt bananalýðveldi að verstu ríkin í svörtustu Afríku blikna í samanburði.  Íslendingar eru aumingjar upp til hópa og þurfa á smá aga að halda.  Fyrsta skrefið í því ferli er að afsala sjálfstæðinu enda kunna íslendingar ekki með það að fara.  Flestir komnir af snæris- og sauðaþjófum sem leynir sér ekki í þeirra framferði.  Þetta er keppni um að stela sem mestu og ljúga eins miklu og hægt er.  Þetta er rotið samfélag.

Guðmundur Pétursson, 24.6.2010 kl. 06:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband