Samfylkingarvæðingu Sjálfstæðisflokks ljúki

Eymd Sjálfstæðisflokksins var mest þegar forystan féllst á kröfu Samfylkingar að halda sérstakan landsfund um Evrópumál. Samfylkingin hótaði að slíta stjórnarsamstarfinu og forysta Sjálfstæðisflokksins lyppaðist niður. Össur og félagar þekkja aumingjahátt þegar þeir sjá hann og sömdu á bakvið tjöldin um samstarf við VG á meðan Sjálfstæðisflokkurinn kepptist við að liggja flatur.

Margstaðfest er að um 70 - 80 prósent sjálfstæðismanna er á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu. Hávær minnihluti flokksins hefur komið i veg fyrir skýr og einbeittur vilji flokksmanna nái fram að ganga. 

Til að Sjálfstæðisflokkurinn eigi á ný erindi við almenning í landinu þarf hann að reka af sér slyðruorði og taka ótvíræða afstöðu í meginmálum. Með því að samþykkja stuðning við þingsályktunartillögu Unnar Brár um að Ísland dragi tilbaka umsókn um aðild að Evrópusambandinu öðlast flokkurinn sjálfsvirðinguna á ný í utanríkismálum sem löngum hafa verið meginstef íslenskra stjórnmála.

Sjálfstæðisflokkurinn á sér ekki framtíð sem pólitísk hjáleiga Samfylkingarinnar. 

 


mbl.is Sjálfstæðismenn ræða Evrópumál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er þér fullkomlega sammála Páll, við hljótum einnig að binda vonir við það að alþingi afgreiði þingsályktunartillöguna í einhverju samræmi við vilja þjóðarinnar og dragi þessa umsókn til baka.

Sjálfstæðisflokkurinn mun glata öllum sínum trúverðugleika ef að ekki koma fram skýr skilaboð egn Evrópusambandsaðild sem þýðir erlend ríkisstjórn, erlent eignarhald og erlend nýting á öllum okkar auðlyndum.

Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki og má ekki hleypa þeesum öflum upp innan flokksins heldu ber að berja þau niður af hörku og reka þau á dyr.

sandkassi (IP-tala skráð) 23.6.2010 kl. 09:58

2 identicon

Algerlega sammála þér þarna... Sjálfstæðisflokkurinn þarf að hætta að vera með þennan aumingjahátt á þessu öllu saman... Það er mikil lukka fyrir þennan flokk að vera eini hægri flokkurinn á landinu en það gæti farið að breytast enda hefur flokkurinn alls ekki staðið sig vel í því að vera hægri flokkur.. sbr þensla ríkisins í stjórnartíð XD..

Núna þurfa sjálfstæðismenn að standa saman og verða alvöru hægri flokkur aftur! burt með ríkisafskipti!!

Helgi (IP-tala skráð) 23.6.2010 kl. 11:10

3 identicon

Heyr - Heyr ...

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 23.6.2010 kl. 14:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband