Efnahagspólitík Jóns og séra Jóns

Skuldarar sem Hæstiréttur gaf stórfé með því að dæma gengistryggð lán ólögleg ættu ekki að eyða fyrirfram peningum sem þeir fá kannski aldrei. Á næstu dögum mun myndast samstaða um að gengislánafólkið eigi ekki að njóta dómsins nema allir hinir fái líka - en það er ekki hægt vegna þess að það kostar of mikið.

Tvær leiðir eru líklegar. Í fyrsta lagi að helstu bílalánafyrirtækin fari i gjaldþrot og þar verða kröfur skuldara sem ofgreiddu lánin sín að almennum kröfum og þeir fá ekki nema brot tilbaka.

Í öðru lagi að ríkið yfirtaki rekstur bílalánafyrirtækjanna og hantéri þau á líkan hátt og bankana við hrunið. Skuldarar sem ofgreidd lán yrðu eigendur endurreistra bílalánafyrirtækja og gætu selt hlutinn þegar og ef markaður fyndist.

Í báðum tilvikum fæst nær ekkert endurgreitt. Þeir einu sem eitthvað hagnast eru stórskuldarar með yngstu lánin.

Efnahagspólitíkin má ekki gera upp á milli skuldara eftir gengi og vísitölu. 


mbl.is Skoði verðtryggðu lánin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hvumpinn

Já Ríkisstjórn Íslenska Alþýðulýðveldisins væri trúandi til að reyna eitthvað í þessa veru.

Hvumpinn, 21.6.2010 kl. 20:42

2 identicon

Ég hef nú hingað til haldið þig ágætlega hugsandi Páll, en hér kemur þú upp um fádæma fáfræði þína í þessum málum.

1. Engum er gefið eitt eða neitt. Lán eru leiðrétt og til þess eru notuð lög sem í landinu gilda.

2. það kann aldrei góðri lukku að stýra að byggja upp jöfnuð með því að hengja þá upp aftur sem nýlega hafa verið skornir niður úr snöru sem hnýtt var af ÖLLUM íslensku stjórnmálaflokkunum sem og fjármálakerfinu og útrásinni.

3. Fari fjármögnunarfyrirtækin í gjaldþrot þá er krafa til skuldajöfnunar sem gildir á lang stærsta hluta lánþega gengistryggðra lána. Þeir sem í sakleysi sínu voru búnir að borga þessi lán upp eiga þá eftir kröfu á þrotabúið ef um umfram greiðslu hefur verið að ræða. Það er minnihluti lánþega.

4. Þessi lán voru ólögleg, sprengd upp með ólögmætri árás á krónuna og innheimt með ólögmætum aðgerðum.

5. það að leiðrétta verðtryggð lán er næsti kapítuli og nú verður ráðist í hann. Það verður nefninlega ekkert stríð unnið með því að kasta fram öllum spilum í fyrstu orustunni.

Ef þú vilt vera einn af þeim sem spilar í liði fjármagnseigenda og stjórnvalda, þá er þér auðvitað bæði frjálst og velkomið að sá þessum fræjum tortryggni og öfundar en það skilar akkurat engum engu.

Saman getum við hins vegar unnið sigur á þessu óréttláta kerfi og þar er ég líka að tala um verðtryggingu.

Góðar stundir.

Guðmundur Andri (IP-tala skráð) 21.6.2010 kl. 21:17

3 Smámynd: Einar Þór Strand

Guðmundur Andri þetta er ekki alveg rétt þeir sem tóku gengistryggðu lánin vissu um áhættuna en létu glepjast af 3% vöxtum og þeirri trú að krónan myndi ekki hrapa.  Síðan þegar allt fer í hakk þá er það allt öðrum að kenna.

Er þetta ekki saman siðblindan og kom okkur í hrunið?

Einar Þór Strand, 21.6.2010 kl. 21:24

4 identicon

Jón var dæmdur í Hæstarétti í fimm ára fangelsi fyrir glæp. Eigum við að ræða það eitthvað frekar?

Helgi (IP-tala skráð) 21.6.2010 kl. 21:43

5 identicon

Gengistryggð lán með 3% vöxtum eru enn bestu lánin á Íslandi. Jafnvel þótt höfuðstóllinn hafi tvöfaldast. Kann enginn að reikna?

Marat (IP-tala skráð) 21.6.2010 kl. 21:55

6 identicon

Einar, þú vissir um áhættuna þegar þú tókst verðtryggt lán, viltu ekki bara að þeir sem tóku óverðtryggð lán verði látnir borga þitt lán?? Þú hefur líklega lítið spáð í þeim sem voru með gengislánin þegar þau voru í botni?? En núna er búið að dæma í þeim, lántakendur þeirra voru sviknir, sumir hafa misst allt, einhverjir hafa tekið eigið líf útaf þessu osfrv, en núna er búið að leiðrétti svikin og það kemur nákvæmlega verðtryggðum lánum ekkert við. Eftir stendur samningurinn milli lántakenda og fyrirtækja og skal hann vera óverðtryggður með umsömdum vöxtum.

Gummi (IP-tala skráð) 21.6.2010 kl. 22:15

7 Smámynd: Einar Þór Strand

Já ég vissi hana, en þegar við leiðréttum þá er ekki rétt að 20% fái allt en 80% fái ekkert það verður að jafna út og það má ekki gleyma því að það voru mestu gamblararnir sem tóku gengistryggðlán og sennilega var það hluti af gamblinu að þau yrðu dæmd ólögleg þannig væri hægt að ná í eign.

Það verður engin sátt um þetta svona og það er spurning hvort 80% geti ekki kært 20% fyrir þjófnað því 3% vextir af þessum lánum eru jú neikvæðir vextir.  Því menn sem skrifa undir samning sem þeir ætla ekki að standa við og una ekki því að það verði gerð almenn leiðrétting eru jú bara siðblindir eignhagsmunaseggir sem hugsa eins og þeir sem komu okkur að kaldann klaka.

Einar Þór Strand, 21.6.2010 kl. 23:11

8 Smámynd: Kristján H Theódórsson

Hér eru menn svo víðáttuheimskir að maður á ekki orð.Á það sérstaklega við Einar nokkurn.

Nokkrir aðilar með gengistryggð lán fóru í mál við lánadrottna sína og unnu málið fyrir báðum dómsstigum. Punktur. Þeim ber auðvitað uppskera samkvæmt dómsorði og líklega munu margir njóta ávaxtanna af þeirra dirfsku að þora að leggja í Golíat fjármagnsins sem þykist allt mega.

Nú koma litlir karlar sem telja að þar með sé réttur brotinn á sér , að þeir með reyndar annars konar lán skuli ekki sjálfkrafa njóta líka.

Ekkert er sjálfsagðara en þeir fari bara með sín mál fyrir dómnstóla og leiti leiðréttingar þá vegna augljóss forsendubrests, því gagnstgætt orðum Páls hér að ofan er ekki verið að gefa neitt, aðeins verið að frelsa lántakendur gengistryggðra lána undan ólögmætu oki um ófyrirséða framtíð. Oki sem átti með ólögmætum hætti að leggja á þá.

Kristján H Theódórsson, 21.6.2010 kl. 23:55

9 Smámynd: Einar Þór Strand

Kristján ég held að víðáttuheimskan sem menn eru að sýna með frekjunni í dag eigi eftir að kosta mannslíf ef áhættufíklarnir tóku erlendu lánin eiga að einir að fá þessa gjöf þá verður að athuga með að skattleggja hana sem tekjur þetta er ekki réttlæti heldur gripdeildir.

Einar Þór Strand, 22.6.2010 kl. 12:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband