Bónus áhættufólksins er ábati hagkerfisins

Leiða má að því líkum að þeir landsmenn sem helst eyða um efni fram séu í yfirhlutfalli þeirra sem fá endurgreiðslu/niðurfellingu vegna dóms Hæstaréttar sem bannar gengistryggingu lána. Fyrir hagkerfið er það sérstakur ábati.

Engar líkur eru á að eyðsluklærnar liggi á nýfengnum afskrifum eins og ormar á gulli. Óðara verður eytt í hverskyns glingur og dót sem gefa lífinu gildi.

Og hagkerfið tekur fjörkipp. 

Ástæða er hins vegar til að hafa áhyggjur af sálarjafnvægi okkar hinna sem ekki fáum endurgreiðslu.


mbl.is Skapi þjóðarsátt um lánin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Það var til lítils að vera skilvís og áhugalus um um dótakassann.

Finnur Bárðarson, 21.6.2010 kl. 17:55

2 Smámynd: A.L.F

Ekki veit ég hver var að eyða um efni fram. Engin af þeim sem ég þekki var að því.

Þekki t.d. hjón með erlent lán á sinni íbúð og það lán er þeirra eina skuld, þau eru bæði með góðar tekjur en eiga ekki eftir fyrir einni brauðsneið eftir að búið er að borga húsnæðislánið hvað þá að þau eigi fyrir allri afborguninni.

Þó svo að örfáir aðilar hafi lifað efni fram og tekið lán eftir lán eru þa ðekki allir og þessi klisja er orðin svo þreytt.

A.L.F, 21.6.2010 kl. 18:23

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Páll, íslenskur lántakandi er yfirleitt alltaf í stöðu fjárhættuspilarans. Einmitt þetta atriði er helsta vopn ESBsinna.

Kolbrún Hilmars, 21.6.2010 kl. 18:24

4 Smámynd: Theódór Norðkvist

Góður núna!

Theódór Norðkvist, 21.6.2010 kl. 18:31

5 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Seðlabankinn lofaði verðbólgumarkmiðum um 2.5% á ári. Hvað skeði? Hann stóð ekki einu sinni undir sjálfum sér.

Þú segir að "bónus áhættufólksins" sé ábati hagkerfisins. Hvað meinar þú með bónus? Fjármálastofnanirnar innheimtu ólöglega gengistryggingu samkvæmt Hæstarétti. Ef allt hefði gengið samkvæmt greiðsluáætlun við töku lánanna og Seðlabankinn og FME uppfyllt sína eftirlitsskyldu á fjármálastofnunum, þá hefði líklega engin dómur fallið.

Guðlaugur Hermannsson, 21.6.2010 kl. 18:54

6 identicon

Sjá comment frá Marinó G. Njálssyni við sambærilegar fullyrðingar fra Andra Geir.

Marinó G. Njálsson // 20.6 2010 kl. 01:57

".... Ef eitthvað er að marka söguna, þá getur sá sem tekur 40 ára verðtryggt lán átt von á því að vísitala neysluverðs hækki um allt að 80.000% á lánstímanum. Það er hækkun síðustu 40 ára. Já, 80.000%. Vissulega búum við við meiri stöðugleika í dag, en allir sem taka þátt í þessu hagkerfi eru fæddir áhættufíklar. Vilji maður forðast fjárhagslega áhættu, þá flytur maður annað...."

Minni einnig á að það er gengislán er mörg hundruð prósentum ódýrara en innlend lán, séu þau tekin til langs tíma, þannig að þeir sem tóku verðtryggð lán en áttu kost á lágvaxta erlendum lánum tóku minni áhættu en hinir.

Marat (IP-tala skráð) 21.6.2010 kl. 20:47

7 Smámynd: Finnur Bárðarson

ALF: Örfáir eyddu um efni fram, trúir þessari vitleysu. Þjóðin var á megafilleríi og sukki langt um efni fram af því að allt var "ókeypis"

Finnur Bárðarson, 21.6.2010 kl. 21:41

8 identicon

Voðalega ertu vitlaus Páll. Ertu með sár í sálinni útaf því að það voru veitt ólögleg lán sem á að leiðrétta með réttu? Þetta er ekkert grín hvað fólk er búið að vera að borga mikið inn á þessi myntkörfulán. Fólk er ekkert að vinna í einhverju lottó ef þú heldur það. Þetta var kolólöglegt og það er verið að leiðrétta það, þetta er ekkert flóknara en það. Eru allir bara óreiðumenn sem tóku þessi lán? Þvílíkt og annað eins rugl í þér, taktu út úr þér snuðið og þurkaðu tárin. Þetta eru fáránleg rök hjá þér.

gústi (IP-tala skráð) 21.6.2010 kl. 23:19

9 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Gott fólk við skulum fyrst fá endurgreiðslu síðan skulum við fara að tala um mismunun því að það er mér til efa að heildin fái niðurfellingu af þeirri einföldu ástæðu að kerfið er að hrynja eins og spilaborg allir tapa!

Sigurður Haraldsson, 22.6.2010 kl. 14:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband