Sumargjöf olíufélaganna

Olíufélögin byggðu sitt veldi á samráði gegn almenningi. Glæpastarfsemi félaganna gaf þeim færi á að færa út kvíarnar, til dæmis sjoppurekstur og veitingasölu. Offjárfestingar í rándýrum umbúðum um eldsneytissölu hækka rekstrarkostnað olíufélaganna.

Í stað þess að snúa baki við 2007-fjárfestingunni, lækka rekstrarkostnaðinn og afskrifa ruglfjárfestingar ætla olíufélögin að senda reikninginn áfram til almennings.

Ríkisstjórnin ætlar vitanlega að sitja með hendur í skauti á meðan olíufélögin maka krókinn.


mbl.is Skeljungur hækkar einnig verð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála.

Þau eiga að selja olíu, bensín og tengdar bílavörur. Allt sem viðkemur hreinsun og þvotti á bílum og smurefni.Svo vetrarvörur fyrir ökutæki.

Ekkert annað.

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 21.6.2010 kl. 16:56

2 identicon

Verð er eitthvað mismunandi á stöðvunum á "höfuðborgarsvæðinu". Fyrir nokkru síðan reiknaði ég út meðalverð bensínsins um svæðið þvert og endilangt.  Það munaði nokkrum aurum.  

Það má áfram nota einfalda tölfræði, m.a. líkindareikning og komast að þeirri niðurstöðu að um verð-samráð sé að ræða.  Á mannamáli má útskýra þetta þannig að það séu stjarnfræðilega litlar líkur á því að t.d. tvær bensínstöðvar sem liggja sitt hvorum megni við hraðbraut séu með sama verðið dag aftir dag - nema að stöðvarnar taki mið af verði hverrar annarar .  

Stóru félögin tvö keppa ekki í Garðabæ.  Mánuð eftir mánuð (utan nokkurra daga tók ég eftir) er sama verð sitthvorum megin við brautina sem liggur gegn um bæinn. Upp á aur, bæði á 95 okt og dísel. Sumt er augljósara en annað 

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 21.6.2010 kl. 17:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband