Mánudagur, 21. júní 2010
Margar útgáfur af endalokum Jóhönnu Sig.-stjórnar
Viðskiptaráðherra í dag er með eina útfærslu á endalokum ríkisstjórnar Jóhönnu Sig., að hún muni falla í annarri atkvæðagreiðslu um Icesave. Um helgina var utanríkisráðherra með aðra endlösnung á ríkisstjórninni, sem sé að þjóðstjórn tæki við. Í síðustu viku kynntu þingmenn VG enn aðra útgáfu, að stjórnin félli á vanhugsuðu frumvarpi forsætisráðherra um stjórnarráðið.
Þegar margar útgáfur eru á boðstólum um endalok ríkisstjórnar Jóhönnu Sig. er aðeins eitt öruggt.
Ein útgáfan hlýtur að vera rétt.
Óvíst hvort stjórnin lifi af aðra atkvæðagreiðslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er ekkert öruggt að endalok Jóhönnu verði næstu 2 árin. Valdagræðgi þessarar ríkisstjórnar er svo mikil svo og sjálfsálit, að hún gæti allt eins tórað í dauðateygjunum fram að 2012. Shit floats. Manni kemur helzt Zimbabwe til hugar hvað það varðar.
Að beygja sig undir Samfylkinguna er eini séns sem VG hefur til að fá að vera með í stjórn, svo að þeir munu ekki fella stjórnina. Jóhanna og Össur munu ekki sleppa stjórnartaumunum fyrr en ESB-aðildin er komin á koppinn. Icesave-málið er stærsti þrándur í götu Jóhönnu svo að hún mun leita allra bragða til að ná einhverri málmiðlun, sem þjóðin fær ekki að kjósa um.
Íslendingar munu þá standa frammi fyrir því í þingkosningunum 2012 að hafa fjóra óvinsæla flokka að kjósa um og svo kuml Borgarahreyfingarinnar. Eins og gerðist í Reykjavík, hafa nýir flokkar með frambjoðendum sem eru ósnortnir af pólítískri fortíð sennilega fara með sigur af hólmi og vinna kosningarnar. Ef engin ný framboð (með hæfu fólki) koma fram, kemur enn ein duglausa fjórflokkaríkisstjórnin og allt mun sitja við það sama.
Hvers virði er sjálfstæði þjóðar, ef hún getur ekki stjórnað sér sjálf? Þá er ég ekki að efast um réttmæti sjálfstæðis, heldur að kalla á byltingu í flokkakerfinu. Að enginn af núverandi þingmönnum verði hreinlega kosnir á þing aftur né neinir af flokksbræðrum þeirra. Ég man ekki til þess að Íslendingar hafi nokkurn tíma haft almennilega ríkisstjórn á lýðveldistímanum, með Nýsköpunarstjórn Ólafs Thórs sem hugsanlega undantekningu, þótt hún hafi átt erfitt með að hemja verðbólguna sem kom í kjölfar hernámsins. Ekki heldur hefur verið nein utanþingsstjórn á lýðveldistímanum, þannig að það mætti svo sem reyna. Allt annað en þetta forarsvað sem Alþingi er orðið.
Vendetta, 21.6.2010 kl. 13:06
Blasir ekki við að þær eru allar réttar, en það er sú skjótvirkasta sem við höfum áhuga á?
Andrés Magnússon, 21.6.2010 kl. 13:30
Ein af lausnunum dugir ekki, nefnilega tillaga Össurar um "þjóðstjórn". Þjóðstjórnin (þeas. allir flokkar mínus Sjálfstæðisflokkurinn, ef túlkun Árna Þórs er rétt) mun hafa Jóhönnu áfram sem forsætisráðherfu.
Í sambandi við IceSave: Ef Jóhanna gat ekki séð skriftina á veggnum þegar nær 100% þjóðarinnar greiddu atkvæði gegn því síðast, þá mun hún heldur ekki fara næst þegar kosið verður um IceSave, sama hver útkoman verður. Þjóðin tengir Samfylkinguna við ESB og ESB við IceSave. Þannig að atkvæði gegn næsta IceSave-samningi er líka atkvæði gegn ESB og Samfylkingunni.
Þá er bara ein lausn eftir, breytingar á stjórnarráðinu, sem munu dragast fram eftir næsta vori, en þar mun VG að síðustu ná einhverri sátt. Þeir munu þá heldur ekki fella stjórnina. Það ber að hafa í huga að yfirlýsingar af hálfu stjórnarliða er ekkert annað en það, innantómar yfirlýsingar sem hafa það að markmiði að láta líta út fyrir að þeir standi fast á sínu í tengslum við samstarfsflokkinn.
Það er bara eitt sem fengi Jóhönnu sjálfa til að fara áður en kosningarnar 2012 verða, og það er "Geir Haarde"-leiðin. Þ.e.a.s. annað hvort veikindi eða aðrar persónulegar ástæður. En þá er bara hún sem fer, en ekki aðrir, og það er engin lausn. En það mun gefa eftirmanni hennar, Degi, frjálsar hendur til að efna til kosninga, sem er þó ekki líklegt á meðan skoðanakannanir eru óhagstæðar. Hins vegar er Dagur mun vinsælli en Jóhanna að mínu mati og gæti hugsanlega snúið við óvinsældum Samfylkingarinnar til skemmra tíma litið. Það gæti verið nóg til að skikka VG til hlýðni við Stóra bróður.
Vendetta, 21.6.2010 kl. 14:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.