Ef flokkakerfið heldur velli

Flokkakerfið fékk kjaftshögg í sveitarstjórnarkosningunum en óvíst er hvort það hafi verið rothögg. Seiglu kerfisins sem Jónas frá Hriflu lagði grunninn að á fyrsta þriðjungi síðustu aldar er við brugðið. Haldi kerfið velli eru engu að síður breytingar í vændum.

Samfylkingin nær ekki að skáka Sjálfstæðisflokknum og þar með er yfirlýst markmið tilraunarinnar frá 1999 fyrir bí. Samfylkingin fékk 19 prósent í borgarstjórnarkosningum og mælist 22 prósent í síðustu Gallup könnun.

VG fékk þau skilaboð í borginni að sértrúarlínan eigi ekki upp á pallborðið hjá kjósendum. VG fékk góða kosningu víða úti á landi og mælist með 27 prósent fylgi í Gallup.

Framsóknarflokkurinn slítur enn með arfleifð Halldórs Ásgrímssonar og Finns Ingólfssonar sem útrásar-ESB bræðingur sem fólki býður við. Ný forysta stöðvaði blæðinguna og er á réttri leið.  Flokkurinn er með þetta 15-18 prósent fylgi en á inni.

Sjálfstæðisflokkurinn reif sig upp fyrir 30 prósentin og mun ekki líta tilbaka nema eitthvað óvænt komi upp.

Vinstri flokkarnir munu ekki ná meirihluta á ný og sitjandi vinstristjórn verður sú síðasta. Sjálfstæðisflokkurinn verður í lykilstöðu áfram sem endranær.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Sæll Páll,  athyglisverðar fullyrðingar (skortur á spurningarmerkjum?)

Nú er það svo, að við sjáum sem betur fer landslagið með misjöfnum sjónglerjum!  Nú ríf ég af mér sólgleraugun og fullyrði á móti:

* Gullfiskar á Íslandi eru í útrýmingu, með sporð og minni.

* Landsfundur og formannskjör mun algjörlega skera úr um framtíð flokksins sem kennir sig við sjálfstæði (því það verða kosningar innan 9 mánaða!)

* Á meðan styrkjakóngar innan þess flokks halda velli, ásamt fleiri vafasömum kónum, er 30% fylgi nærsýni!

* Samfylking þarf líka að fara í akút alvöru leiðtogaleit.

* VG þarf að sameinast sjálfum sér

* Framsókn þarf að skipta um nafn  (getur ekki verið kennd við Finn og Halldór)

Fyrrverandi gullfiskar munu að öðrum kosti gefa annað "fokkmerki" á íslenska stjórnmálaflokka ........... eða öllu heldur hvort sem er.

.... sagði hún og setti upp sólgleraugun á ný!

Jenný Stefanía Jensdóttir, 20.6.2010 kl. 22:38

2 identicon

Páll Vilhjálmsson ?

Ekki gleyma sjálfum þér, þú ert einn af þessu sem þarf að hverfa !

Þú ert enn einn af þessu sjálumglaða hroka mennta liði, sem hér hefur vaðið upp í áratugi !

Þú og þitt lið eruð búin að vera á opinberu jötunni alltof lengi og árangurinn er öllum sýnilegur !

Gjáldþrot heillar þjóðar !

Allt sem þið hafið lagt til umræðunar er gellt og lærdómurinn er handónýtur !

Þið nenntuð ekki að vinna ykkar vinnu , vegna þess að þið hafið aldrei nennt að vinna !  Það er svo auðvelt að benda bara á annan !

Núna veður þú og þitt lið uppi með skýringar , en þið ættuð öll að vera lokuð af með glæpagenginu sem þið hleytuð af stað !

Þú skrifar mikið eins og fleiri sérfræðingarnir komnir úr handónýtum háskólum þessa lands !  

Hvað hafa öll fræðin kennt okkur, þið félluð öll á prófinu , en haldið samt að þið getið sagt okkur til ?

Reyndu einu sinni að vera raunsær og skrifaðu eitthvað um það sem átt að kunna ?

E.S.

Seggðu okkur hvers vegna þú átt svona mikil hagsmunatengsl með kvótaeigendum og eigendafélag bænda ?

JR (IP-tala skráð) 20.6.2010 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband