Sunnudagur, 20. júní 2010
Auðrónadeildin og Samfylkingin
Össur Skarphéðinsson undanríkisráðherra fleytti þjóðstjórnarhugmynd í morgun, um hádegi var hugmyndin löskuð og síðdegis sokkin. Eymdarákall Þorsteins Pálssonar í Fréttablaðinu um að sjálfstæðismenn tækju saman við Samfylkinguna að koma landinu inn í ESB gerði sitt til að gata útspil Össurar.
Veik ríkisstjórn verður hér ríkjandi þangað til Sjálfstæðisflokkurinn tekur af skarið um það hvernig flokkur hann ætlar sér að verða. Í grófum dráttum eru kostirnir tveir. Auðrónadeildin með Guðlaug Þór, Árna Sigfússon, Þorstein Pálsson, Ólaf Stephensen og fleiri vilja græðgisvæðinguna í sparifötin; selja auðlindir í hendur útlendinga, koma Íslandi í ESB, áfengi í matvöruverslanir og samstarf við Samfylkinguna. Auðrónadeildin er um fjórðungur af Sjálfstæðisflokknum en hefur áhrif umfram stærð vegna þess að hún er einsleit.
Stærsti hluti Sjálfstæðisflokksins er ekki enn búinn að ná áttum eftir hrun. Hugmyndir sem þó hefur náð samstaða um er að Ísland standi utan ESB, uppbrot á viðskiptasamsteypum, stífari reglur um fjármálafyrirtæki og millistéttarpólitík m.t.t. skatta og velferðarmála.
Náttúrulegur bandamaður auðrónanna er Samfylkingin; samstarfsaðilar heilbrigða hluta flokksins er Framsóknarflokkur og VG.
Athugasemdir
Þessi Þorstein Pálsson er nú svo ómerkilegur að það er ekki einu sinni hægt að nota hann í salt.
Hrólfur Þ Hraundal, 20.6.2010 kl. 01:04
Tek undir með ykkur báðum, Páll og Hrólfur.
Framsókn þarf reyndar að taka til í sínum ranni, enn eru nokkrir villuráfandi ESB sinnar þar. Því miður virðast þeir enn hafa of sterk tök innan flokksins. Ef þessi fámenna klíka innan flokksins fær ráðið mikið lengur gæti það allt eins orðið til þess að flokkurinn hverfi af sviði stjórnmálanna í næstu kosningum. Það væri miður.
Gunnar Heiðarsson, 20.6.2010 kl. 01:20
Þorsteinn sekkur dýpra og dýpra. Merkilegt hvað hann er tryggur "fyrrum" vinnuveitanda sínum Jóni Ásgeir Jóhannessyni og flokknum hans Samfylkingunni í öllum málum.
Því miður er Sjálfstæðisflokkurinn uppfullur af pólitískum skápahommum. Það er afleiðing þess að flokksforystan ætlar að hugnast helst öllum, og fyrir bragðið verða að engu sem skiptir neinu máli. Hann á að standa fyrir því að þetta lið stofni sinn eigin flokk utan um öll þessi málefni Samfylkingarinnar sem ættu að greina þessa 2 flokka af eins og svart og hvítt.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 20.6.2010 kl. 14:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.