ESB er austræn samvinna

Eftir fall Berlínarmúrsins fluttist þungamiðja Evrópusambandsins austur á bóginn. Stærstu verkefnin liggja í austrinu. Gömlu hjáríki Sovétríkjanna eru í endurmenntun hjá ríku Vestur-Evrópuþjóðunum. Samskipti við stór Evrópuríki utan ESB, s.s. Úkraínu og Rússland, verða ofarlega á dagskrá ESB næstu áratugi. Í suðaustri er Tyrkland sem æskir inngöngu í ESB og þar er hliðið að múslímalöndum. 

Íslenskir aðildarsinnar reyna að telja okkur trú um að aðild að ESB sé framhald af vestrænni samvinnu sem íslensk stjórnvöld tóku upp eftir seinna stríð með aðild að NATO. Evrópusambandi getur ekki undir nokkrum kringumstæðum verið arftaki NATO í einni eða annarri mynd. Kjarninn í NATO er samvinna þvert yfir Atlantshafið.

Norður-Ameríka, GIUK-hliðið (Grænland, Ísland og Bretland) og meginland Evrópu eru þeir þrír landfræðilegu þættir sem NATO er ofið úr.

Evrópusambandið horfir í austurátt vegna þess að þar eru meiri hagsmunir og fleiri vandamál að fást við. Vitanlega þætti ESB ágætt að fá Ísland inn í sambandið enda myndi það gera sig gildandi á norðurslóðum og öll stórveldi á öllum tímum hafa áhuga á útþenslu.

Hagsmunir Íslands liggja á nærsvæðum okkar. Okkar næstu nágrannar, Grænlendingar og Færeyingar, eru náttúrulegir bandamenn ásamt Norðmönnum. Næsta svæði þar á eftir er Skotland, Írland, Kanada, Bandaríkin og England.

Við eigum að nýta mannafla og fjármuni utanríkisþjónustunnar til að byggja upp samstöðu í nærumhverfi okkar en ekki að flengjast til Brussel.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Pétursson

Við gætum t.d. skipulagt viðræðuferli um samstarfssamninga í auðlindanýtingu við:

  • Áfangi I -  Noregur, Grænland, Færeyjar, Danmörk

Þegar Áfangi I  næðist  - hvað varðar samning um samstaf í auðlindanýtingu -

...  og sameiginlega norræna öryggisgæslu og sjóbjörgunarsveitir... þá væri stórum áfanga náð.....   í alvöru norrænni samninnu.

Kristinn Pétursson, 19.6.2010 kl. 19:02

2 identicon

Enn er Páll Vilhjálmsson við sama ,,hornið"  !

Hann er búinn að vera svo lengi við þetta ,,horn" að ég held að hann sé fastur og þess vegna vantar honum hjálp !

JR (IP-tala skráð) 19.6.2010 kl. 22:52

3 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Það er hálfömurlegt að lesa þetta "Kaldastríðsraus".

Slavar í Austur-Evrópu eru einnig hluti af evrópskri menningu. Allt þar til kommúnistar reistu járntjaldið voru Pólland, Tékkland, Slóvakía, Ungverjaland og löndin á Balkanskaganum hluti af sameiginlegri menningur Evrópu. Don Giovanni eftir Mozart var frumsýndur í Prag og meistar Frederic Chopin var Pólverji. Austurríki og Ungverjar voru í ríkjasambandi um langt skeið o.s.frv.

Er þetta fáfræði eða ertu að bera þennan áróður á borð til að villa viljandi fyrir um hjá fólki?

Guðbjörn Guðbjörnsson, 19.6.2010 kl. 23:09

4 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Guðbjörn, í íslenskri umræðuhefð eftir miðja síðustu öld er talað um vestræna samvinnu og átt við Vestur-Evrópu auk Norður-Ameríku. Andspænis stóð Austur-Evrópa plús Sovétríkin.

Þegar ég segi að ESB teygir sig í austurátt er ég að vísa þekktar skilgreiningar í alþjóðaumræðu. Þú talar um tónskáld og hvers lensk þau eru, sem er auðvitað fjarska áhugavert en á kannski ekki heima í þessari umræðu.

Páll Vilhjálmsson, 19.6.2010 kl. 23:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband