Föstudagur, 18. júní 2010
50 ára söguvitund aðildarsinna
Söguvitund Sjálfstæðra Evrópumanna takmarkast við síðustu hálfa öld eða svo. Dæmin sem tilfærð eru um alþjóðlega samninga eru öll yngri en lýðveldisstofnunin sem gerði þessa samninga mögulega. Lýðveldisstofnunin var lokatakmark þjóðfrelsisbaráttunnar.
Aðild að ESB grefur undan fullveldinu með því að flytja forræði okkar mála til Brussel. Síðast misstum við forræði okkar mála með Gissurarsáttmála við Hákon gamla Noregskonung. Það tók okkur 650 ár að fá fullveldið tilbaka.
50 ára söguanalísa handa þjóð sem er þúsund ára og rúmlega það er heldur klén frammistaða. Aðildarsinnar eru eins og áður með brækurnar á hælunum.
Verði þjóð meðal þjóða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
„Verði þjóð meðal þjóða“
Ég veit ekki betur en að við séum nú þegar þjóð á meðal annarra þjóða, ef við göngum í ESB batterýið þá verðum við ekkert meira en fylki á meðal annarra fylkja, innilokuð viðskiptalega séð með um 8% af fólksfjölda þessarar plánetu!!!
Þessi setning frá sjálfstæðum evrópumanna er í besta falli vondur brandari!!
Halldór Björgvin Jóhannsson, 18.6.2010 kl. 18:42
Ekki einu sinni Þjóðverjar ráða lengur yfir eigin skatttekjum án þess að tala við hina meistarana eins og Sarkozy fyrst.
Þjóð meðal annarra ósjálfráða þjóða.
Ég æli!
jonasgeir (IP-tala skráð) 18.6.2010 kl. 23:25
Mér sýnist að í dag sé Ísland fastsett blóðsugum, þar fara fremstar, kvótaþjófar og bankafólk sem býr til reglur sjálfu sér til geðþótta, síðan rekur lestina landbúnaðarbótaþegar, allt lifir þetta saman við dauðadæmdan fjórflokkinn, sem nærir allt ógeðið,og þyggur mútur fyrir. Eina leiðin útúr þessu vonlausa hjólfari, er að fá alvöru regluverk, og alvöru evrur, og alvöru markaði, ef ekki, þá áfram með afdalinn, og kongoseðlana, og þá sem leika sér í Flórída og London, með alvöru seðla, laga þar til lygar handa vistbandaþrælonum, og hlæja að því hvað þeir séu vitlausir, endalaust, uppá fuglaskerinu.
Robert (IP-tala skráð) 19.6.2010 kl. 02:59
Ekki er mér hlátur í huga,eins og staðan er í dag,enda lítilmótlegt að hlægja að vitleysingum,með brækurnar á hælunum.
Helga Kristjánsdóttir, 19.6.2010 kl. 05:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.