Á eftir afneitun Össurar kemur uppgjöf

Afgerandi meirihluti þjóðarinnar er á móti helförinni til Brussel. Atvinnugreinar sem eru hryggstykkið í endurreisninni, sjávarútvegur og landbúnaður, eru ákveðið á móti. Í haust stendur valið milli þess að setja sjö milljarða króna í þetta gæluverkefni Samfylkingar og loka sjúkradeildum. Á alþingi liggur fyrir þingsályktunartillaga um að draga umsóknina um aðild að ESB tilbaka. Þingmenn úr öllum flokkum nema Samfylkingunni eru á tillögunni.

Össur vill þjóðstjórn.

Össur og Samfylkingin eru komin á leiðarenda. Jóhanna Sig. ruglar í þjóðhátíðarræðu og flokksstofnanir eru í mótsögn við sig sjálfar.

Össur vill þjóðstjórn.

Forsætisráðherra mælir fyrir frumvarpi um sameiningu ráðuneyta. Þrír þingmenn VG flytja yfirlýsingu á alþingi um að þeir muni greiða atkvæði gegn málinu. Ríkisstjórnin er komin í minnihluta á þingi.

Össur vil þjóðstjórn...

...vegna þess að það er eini möguleiki hans á að halda ráðherraembætti.


mbl.is Össur hlynntur þjóðstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband