Dýrafjörður í gær, óupplýst ESB-afstaða í dag

 Í gær misfór formaður Samfylkingarinnar með fæðingarstað Jóns Sigurðssonar. Í dag skrifar framkvæmdastjórn flokksins texta þar sem Samfylkingin gortar sig af óupplýstri ákvörðun um ESB-aðild.

Lítum á þessa setningu í ályktun framkvæmdastjórnarinnar

Íslenska þjóðin getur einungis tekið upplýsta ákvörðun um hvort aðild þjóni hagsmunum Íslendinga þegar samningur liggur fyrir. 

Í næstu málsgrein segir 

Samfylkingin styður aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Það liggur enginn samningur fyrir og því getur Samfylkingin ekki hafa tekið upplýsta ákvörðun þegar flokkurinn sagðist styðja aðild Íslands.

Samfylkingin er sannkallaður ruslflokkur íslenskra stjórnmála, frá toppi til táar.

 


mbl.is Ákvörðunin veigamikið skref
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Drepfyndïð!

Þvílíkir aular.

Satt segir þú, Páll.

Þessi flokkur er algjört sorp.  

Steinunn (IP-tala skráð) 18.6.2010 kl. 15:03

2 identicon

Þetta var þó sannkallað dæmi um heimsku sumra.  Vel athugað hjá þér.. :)

Það er aldeilis upplýst fólkið í Samfylkingunni!

jonasgeir (IP-tala skráð) 18.6.2010 kl. 15:12

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Góður punktur Páll. Þess frekar að við Íslendingar fáum að segja vilja okkur með þjóðaratkvæðagreiðslu núna áður en lengra er haldið og út frá því sem við erum búin að sjá hvað ESB gerir fyrir önnur lönd þá ætti fólk flest að geta sagt hug sinn núna hvort við viljum í þessar aðildarviðræður eða ekki... það er afgerandi 70% hlutfall þjóðarinnar sem vill ekki í þessar aðildarviðræður og hefur þetta hlutfall haldist lengi og maður myndi halda að ef eitthvað er þá á það hlutfall bara eftir að minnka sem vill í þessar aðildarviðræður. Þjóðin á ekki fyrir skuldum sínum í dag svo þess frekar að við fáum að segja vilja okkar áður en það verður sóað meir pening í þetta. Pening sem að virðist vera nóg til af, til að setja í þetta... Algjörlega siðblind Ríkistjórn segi ég.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 18.6.2010 kl. 15:38

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Heilög Jóganna er búin að gefa það út að þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB - samninginn verði aðeins RÁÐGEFANDI en EKKI BINDANDI svo það er barnaskapur hjá fólki að halda að það geti greitt atkvæði um hann.  Menn þurfa ekki annað en að skoða verk "ríkisstjórnar fólksins" hingað til svo þeir sannfærist..........

Jóhann Elíasson, 18.6.2010 kl. 15:48

5 identicon

Getið þið ekki fundið neiit verra á Samfykingin ?  Þetta er nú ansi þunnt kaffi hjá ykkur.

Ísland á heima meðal Evrópuþjóða, mér líst bara mjög vel á að ganga inn í bandarlagið. 

Friðrik (IP-tala skráð) 18.6.2010 kl. 18:07

6 identicon

Skelfing gengur fólki illa að muna að Ísland var, er og verður meðal Evrópuþjóða.  Skiptir þar engu hvort við erum innan eða utan ESB í því samhengi.  Það sem skiptir máli er hvar verður höfuðborgin, stjórnsýslan og ákvarðanatakan!  Reykjavík eða Brussel?  Það er spurningin!

Vilhjálmur Grímsson (IP-tala skráð) 19.6.2010 kl. 20:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband