Föstudagur, 18. júní 2010
Dómur Hæstaréttar eykur líkur á stjórnarskiptum
Dómur Hæstaréttar um ólögmæti gengistryggðra lána er stærsta efnahagsaðgerð eftir hrun. Um 100 - 200 milljarðar króna munu færast frá lánveitendum til lántaka. Eftir þessa efnahagsaðgerð lækkar hlutfall íslenskra heimila á vonarvöl og pólitískur þrýstingur á ,,björgum heimilunum" hverfur.
Skjaldborg heimilanna er helsta slagorð ríkisstjórnarinnar og meginástaæða fyrir tilveru hennar. Þegar Hæstiréttur er búinn að bjarga heimilunum hverfur tilverugrundvöllur ríkisstjórnarinnar.
Málin sem komast í forgrunn eru þessi: ESB-umsóknin, niðurskurður í opinberum rekstri, stjórnkerfisbreyting Jóhönnu Sig., og virkjanamál. Allt eru þetta mál sem kljúfa ríkisstjórnina. Krafan um nýjar kosningar verður háværari og líkur á að þær fari fram hérna megin næstu áramóta.
Lausir endar þrátt fyrir dóm | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þú mátt ekki gleyma öllum þeim fjölda lántakenda sem taldi sig kunna fótum sínum forráð í lántöku með því að taka verðtryggð lán, þeir hljóta að kalla á jafnræði, þannig að þetta getur mjög vel virkað sem olía á daufan eld skjaldborgainnar
Kjartan Sigurgeirsson, 18.6.2010 kl. 10:08
Eru lánveitendur borgunarmenn fyrir 100-200 milljörðum?
Sigurður Haukur Gíslason, 18.6.2010 kl. 10:30
Það verður Sigurður að koma í ljós, það var aldrei spurt að því hvort lántakendur væru borgunarmenn fyrir stökkbreyttum lánu, heyrðis allt að þreföldum upprunalegum höfuðstól
Kjartan Sigurgeirsson, 18.6.2010 kl. 10:33
Ein spurning í tilefni athugasemda Kjartans .
Hvernig er hægt að halda fram að það sé að kunna frekar fótum sínum forráð að taka verðtryggt lán, í ljósi þeirra vandræða sem það augljóslega er að valda viðkomandi?
Verðtryggðu lánin voru augljóslega með innbyggðan langtímavanda, en þessi gengistryggðu báru með sér mögulegan fljótvirkari vanda ,en samt ekki augljósan .
Auðvitað hefði enginn tekið s.k. gengistryggð lán ef þeim hefði verið kynnt að þau væru ólögleg, eða hvað?
Kristján H Theódórsson, 18.6.2010 kl. 10:38
Eðlilegra væri að álykta að aukin velferð borgaranna auki traust á stjórnina og festi hann betur í sessi. Kannski heldurðu að minni líkur séu á klofningi með Sjálfstæðismenn í stjórn? Mín skoðun er sú að kosningar á þessu ári kæmu sömu stjórn til valda og er við völd núna.
Þráinn Guðbjörnsson (IP-tala skráð) 18.6.2010 kl. 10:41
Ekki skil ég hvernig þú færð þetta út Þráin.
Aukin velferð, sem ekki er hægt að þakka stjórnvöldum.
Velferð sem verður meira að segja þrátt fyrir ríkistjórnina, sem reyndar planar að skattleggja ávinningin af því sem samkvæmt lögum var aldrei til.
Þessi ríkistjórn er helsti þröskuldur viðreisnar á Íslandi.
jonasgeir (IP-tala skráð) 18.6.2010 kl. 11:16
Dómurinn léttir þrýstingi af ríkisstjórninni og gerir verkefni hennar auðveldari. Hann mun lengja líf hennar.
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 18.6.2010 kl. 11:28
Ríkistjórnin (velferðar - jafnaðarstjórnin) gæti þá hugað að stöðu (velferð) þeirra sem tóku verðtryggð lán.
Palli (IP-tala skráð) 18.6.2010 kl. 11:58
Kristján, það hljómar sem öfugmæli að halda því fram að lántaka á þeim ofurkjörum sem boðin hafa verið hér á landi sé að kunna fótum sínum forráð, ég viðurkenni það.
Þeir sem völdu frekar verðtryggingar leiðina fannst að hinir sem notuðu þín rök að lánið lækkaði um eina evru í hvert sinn sem þú greiðir eina Evru inn á höfuðstólinn vera verstu firru og væri þeim sem þannig höguðu sér mátulegt að lenda í þeim vandræðum sem hrun Krónunnar olli
Kjartan Sigurgeirsson, 18.6.2010 kl. 12:21
Já, svei mér þá, þessi ríkisstjórn er gjörsamlega rúin trausti. Síðasti naglinn í kistuna tel ég vera uppsögn ASÍ á stöðugleikasáttmálanum. Þegar meira að segja ASÍ treystir ríkisstjórninni ekki er tími til komin fyrir hana að fara að búa sig undir að kveðja.
Spurningin er hinsvegar, hvað við fáum í staðinn.
Þorsteinn Úlfar Björnsson (IP-tala skráð) 18.6.2010 kl. 13:25
Ég er mikið hissa á þessari Þórðargleði margra í garð þeirra sem tóku s.k. myntkörfulán. Auðvitða var þetta leið sem fólki var boðin og virtist miðað við gengisþróun sl. 10-15 ára vera skárri leið en að vera með íslensku verðtrygginguna vofandi yfir sér , með hreina skelfingu í för með sér. Hægbítandi eignaupptaka. Þeir sem tóku þessi s.k. myntkörfulán vissu ekki annað en þetta væri löglegur gjörningur, enda gerðu til þess bær stjórnvöld ekkert til að vara við eða stemma stigu við þeim.
Að halda því fram að allir sem leiddust út á þessa braut hafi verið áhættufíklar og og ábyrgðarlausir glannar er grátbroslegt.
Auðvitað eigum við lántakendur hjá íslenskum lánastofnunum að standa saman allir sem einn gegn yfirgangi og græðgi þeirra stofnana. Verðtryggingarfólkið "ábyrga" á að sjálfsögðu að fá leiðréttingu sinna mála. Sækja sinn rétt gegn lánastofnunum á grundvelli forsendubrests og þeirrar staðreyndar að Bankastjórnendur tóku stöðu gegn viðskiptavinum sínum að þessu leyti og ollu hruni með tilheyrandi vandræðum fyrir báða þessa lántakendaflokka.
Lokaorð Kjartans í síðasta innleggi er honum stórrlega til vansa!
Kristján H Theódórsson, 18.6.2010 kl. 14:54
Svo má heldur ekki gleymast að þeir sem tóku gengistryggðu lánin voru ekki fórnarlömb venjulegra gengissveiflna á opnum og frjálsum gjaldeyrissmarkaði heldur fórnarlömb skipulagðrar svika og markaðsmisnotkunar.
Menn sem halda öðru fram ættu að kynna sér betur skýrslu rannsóknarnefndar um stöðutöku bankanna og stærstu eigenda þeirra gegn krónunni (Kaupþing, Kjalar, Exista, osfrv....osfrv...)
Finnst mönnum það réttlætanlegt að fórnarlömb fjársvika eigi bara að sitja þegjandi hjá og sætta sig við orðinn hlut ?
Þeir sem tóku erlent lán voru að taka stöðu með krónunni og ættu því að vera álitnir meiri og betri íslendingar en þeir sem völdu verðtryggðu leiðina!!
Magnús Birgisson (IP-tala skráð) 19.6.2010 kl. 08:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.