Fimmtudagur, 17. júní 2010
Endurreisnin og ESB
Össur segir endurreisnina og aðildarferli að ESB haldast í hendur. Samkvæmt því gerir hann ráð fyrir að endurreisnin muni taka þrjú til fimm ár enda er það tímarammi ferlisins. Hann nefnir líka evruna en Ísland á raunhæfan möguleika að taka upp evru í kringum 2020 - ef evran verður enn til sem mynt.
Endurreisn Íslands og aðildarferli að ESB er innbyrðis mótsagnir. Endurreisn felur í sér að reisa eitthvað við sem áður var, t.d. þjóðfélag jöfnuðar, sjálfsbjargar og ábyrgðar. Aðildarferli í ESB snýst um að gefa frá okkur forræði eigin mála og flytja úr landi hluta stjórnkerfisins. Við höfum reynt það áður og það gafst ekki vel.
Einu ber þó að halda til haga og fagna sérstaklega á þessum tímamótum. Andstæðingar aðildar ESB gætu ekki hafa valið betri fyrirsvarsmann fyrir aðildarumsókn en Össur Skarphéðinsson.
Heilladagur fyrir Ísland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vil enn og aftur fá heiðarlegt svar :
Þar sem Páll Vilhjálmsson vill vera málefnalegur, væri þá ekki gott að hann svari spurnigum sem hann er spurður af ?
Hér spyr maður ,,Gunnar Gunnarsson" , hvaða hag Páll Vilhjálmsson hafi af andstöðu við aðild að ESB ?
Samherjar Páls í andstöðu við ESB eru tvær ,,mafíur" , landsamband íslenskra kvótaeigenda og eigendafélag bænda ! Báðar þessar ,,mafíur" eru baráttusamtök gegn almenningi í þessu landi ! Báða þessar ,,mafíur" vilja halda sínum sérréttindum á kostnað okkar hinna! Þessu félagskap vill Páll Vilhjálmsson tilheyra ! En hvers vegnaJR (IP-tala skráð) 17.6.2010 kl. 22:13
Páll vill þó alla vega halda því í mafíunni á Íslandi en ekki mafíunni í Brüssel, það kann ég vel að meta.
Garðar Valur Hallfreðsson, 17.6.2010 kl. 23:16
JR. Mikið er gott að hafa mannvitsbrekku eins og þig með ESB mafíunni og hversu duglegur þú ert að láta lítið ljósið týra.
Hvor mafían stendur á bak við um 60% atvinnurekanda á Íslandi?
,,Tæplega 60% forsvarsmanna íslenskra fyrirtækja telja hagsmunum íslensks viðskiptalífs betur borgið utan Evrópusambandsins. Þó viðhorf séu skipt eftir atvinnugreinum, þá taldi einungis 31% aðspurðra að íslensku viðskiptalífi væri betur borgið innan ESB."
http://www.vi.is/um-vi/frettir/nr/994/
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 18.6.2010 kl. 00:33
,,Guðmundur Guðmundsson" sem er eign Valhallarskóla !
Þá er það þannig , ég er bara einstaklingur sem hef mína skoðuna á ESB aðild !
Ég fæ ekki pening frá einum né neinum fyrir mínum skoðunum !
Aðal andstæðingar ESB aðildar eru kvótaeigendur og félgaseigendur bænda !
Þið vitið vonandi að LíÚ er á móti , og líka að Lífsval er á móti aðild !
Hvað er Lífsval , ekki skrítið að þið hvái, þetta er nýja bændamáfían !
JR (IP-tala skráð) 18.6.2010 kl. 00:53
Það held ég að Silvio Berslusconi sé glaður í dag. Ítalir eru gríðarlega valdamiklir innan ESB og "njóta" leiðsagnar mafíuleiðtogans Berlusconi .
Fjöldi þingmanna í ESB fer eftir fólksfjölda aðildarlandanna, Finnar Svíar og Danir með sínar ca. 20 milljónir íbúa hafa ekkert að gera í ítala með um 60 milljónir manns. Svo að verði framtíðarsýn Össurar og Jóhönnu að veruleika skulum við búa okkur undir valdatafl alvöru mafíósa sem láta Björgólfa og Baugsfeðga blikna í samanburði. You ain´t seen nothing yet
Guðrún Sæmundsdóttir, 18.6.2010 kl. 01:02
Já því miður þá verður ábyggilega aldrei kosið um aðild að ESB. Í bananalýðveldinu Ísland þá eru þjóðaratkvæðagreiðslur bara haldnar þegar er verið að kjósa um hluti sem hafa enga merkingu, eins og Icesave atkvæðagreiðslan. Auðvitað kusu allir, nei þegar betri samningur lá fyrir, maður þyrfti að vera hálfviti ef maður gerði það ekki. En nú þegar það kemur að einhverju sem skiptir máli, eins og aðild að ESB, þá sér LÍÚ mafían ásamt bændamafíunni til þess að enginn fái að kjósa um neitt. Til hamingju með 17 júní Ísland.
Bjarni (IP-tala skráð) 18.6.2010 kl. 02:20
Flottur ekki vil ég ESB Össur ætti að koma sér burt af þingi hans tími er liðinn!
Sigurður Haraldsson, 18.6.2010 kl. 03:36
nokkuð gott.
LJ
LJ (IP-tala skráð) 18.6.2010 kl. 19:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.