Þriðjudagur, 23. janúar 2007
Nær Framsókn vopnum sínum?
Afgerandi sigur Guðna Ágústssonar í prófkjöri Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi og sterk kosning Bjarna Harðasonar gæti verið upphaf að endurreisn flokksins sem þjóðlegs umbótaflokks. Rætur flokksins liggja í dreifbýlinu og lykill að auknu kjörfylgi er stefna sem boðar jafnvægi milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis.
Á liðnum árum hefur Framsóknarflokkurinn lagt allt í sölurnar til að auka fylgið í þéttbýlinu á kostnað landsbyggðakjördæma. Á meðan forystan hefur einblínt á Reykjavík hafa Vinstri grænir unnið til sín fólk sem áður studdi Framsóknarflokkinn. Árangurinn í Reykjavík hefur hins vegar látið á sér standa.
Í prófkjörinu náði Eygló Harðardóttir mjög góðum árangri. Hún háði baráttu sína m.a. hér á blogginu og skrifaði snarpa pilstla sem vöktu athygli. Ætla mætti að Framsóknarmenn myndu kætast að hafa jafn skeleggan félaga í sínum röðum. En það var öðru nær. Björn Ingi Hrafnsson borgarfulltrúi í Reykjavík sá ástæðu til að biðja um annan frambjóðenda í sæti sem Eygló ber eftir fráhvarf Hjálmars Árnasonar.
Þegar köldu andar frá höfuðborginni eiga þeir Guðni og Bjarni vitanlega að grípa í taumana og sjá til þess að réttmæt úrslit standi óhögguð.
Athugasemdir
Framsóknarflokkurinn er eins og kötturinn, með níu líf(ef ekki fleiri) og fer örugglega í 2 stafa tölu í kosningunum í vor.
Guðmundur H. Bragason, 23.1.2007 kl. 00:36
Heill og sæll, Páll !
Mæl manna sannast ! Þau þurfa reyndar, eins og ég hefi komið inn á, í erindum til þeirra beggja; Eyglóar og Önnu Kristinsdóttur, að reka úr flokknum nokkra þá félaga sína, sem verið hafa landsbyggðinni, já.. og reyndar landinu öllu, sem og þjóðinni til tjóns og vansa, þarf tæpast að rekja öll þau pláss, og byggðir, sem þeir skálkar, Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson hafa að velli lagt, með óskunda undanfarinna ára, minni þó á mínar æskustöðvar; Eyrarbakka og Stokkseyri fiskvinnzla og annað athafnalíf að foldu komið, jú, jú,.... nokkrir listamenn, og ferðalanga forystumenn reyna að halda í einhvers konar mannlíf, þar niður frá, þessi pláss voru lengst af 20. öldinni í framvarðarsveit útgerðar og fiskvinnzlu, hér meðal íslenzkra. Svo er nú komið málum Páll, að eigi mannlíf og heilbrigt atvinnulíf að fá þrifist, a.m.k. fram eftir 21. öldinni, og lengur, þarf að taka allverulega á ýmsum málum, til framtíðar litið, því ættu þau Guðni Ágústsson (þarf nú reyndar að fara að lagfæra Garðyrkjuskólann á Reykjum), Bjarni Harðarson og Eygló Harðardóttir, ásamt þeirra kneckti;; ekki að fá tækifæri, til sönnunar góðra meininga sinna ? Verð að nefna, í lokin, hversu mikilvægur stuðningur þeirra þremenninga væri mikils metinn, við þá hugsjóna- og athafnamenn til áframhaldandi vegabóta, þá Sturlu frænda minn Böðvarsson og Kjartan alþm. Ólafsson með lúkningu 2 + 2 vegar, til Reykvískra - Suðurstrandarveg - Gjábakkaveg og Kjalveg, svo dæmi séu tekin, hér í Suðurkjördæmi.
Með beztu kveðjum, úr Ölfushreppi hinum meiri - Árnessýslu /
Óskar Helgi Helgason, frá Gamla Hrauni og Hvítárvöllum
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.1.2007 kl. 01:06
Það er fjör hjá Framsókn.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 23.1.2007 kl. 05:51
Sæll Páll!
Kannski geturðu sótt um pólitískt hæli þarna, fyrst þú hefur yfirgefið Samfylkinguna! En sennilega er of seint að búast við því að hælisleitendum sé veitt starf við hæfi. En í alvöru, mér sýnist nú ekki líkur á því að Framsókn nái vopnum, þótt ég vilji síst hnjóða í Bjarna Harðarson. En mér heyrist á sumum Sunnlendingum að þeim þyki Guðni hafa verið fulllinur fyrir kjördæmið, til dæmis um tvöföldun Suðurlandsvegar og Suðurstrandarveg.
Kveðja, SGT
Sigurður G. Tómasson, 23.1.2007 kl. 17:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.