Þriðjudagur, 15. júní 2010
Íslensk stjórnvöld vekja furðu erlendis
Ríkisstjórn Íslands þykir furðuverk erlendis. Stjórnin heldur til streitu umsókn um ESB-aðild þrátt fyrir megna andstöðu og kemur þar að auki í veg fyrir þinglega umræðu um þingsályktunartillögu þar sem alþingi felur ríkisstjórninni að draga tilbaka umsóknina. Á þessa leið er umfjöllun norska fréttavefjarins ABC.
Æ betur kemur í ljós hversu herfilega misráðin Brussel-helför Jóhönnu og Össurar var. Það er eitt að striplast málefnalaus og umboðslaus hér heima en að gera það frammi fyrir alþjóð er þjóðarskömm.
Óðum er að renna upp fyrir fólki hverjir ruddu brautina fyrir trúðsframboðinu í borginni. Samfylkingin með þau Jóhönnu og Össur í broddi fylkingar rufu sambandið milli heilbrigðrar skynsemi og stjórnmála. Við þær aðstæður er fremur hlustað á trúða sem koma ekki fram undir fölsku gervi stjórnmálamanna.
Athugasemdir
Blandar saman ESB umræðu og borgarmálunum. Ég hélt nú að þú vildir dylja það að þú sért í náhirðir Ósjálfstæðaflokksins.
Gísli Ingvarsson, 15.6.2010 kl. 09:04
Hálfsannleikur oftast er óhrekjandi lygi, Palli minn:
a) "Ríkisstjórn Íslands þykir furðuverk erlendis." = sannleikur.
b) "Óðum er að renna upp fyrir fólki hverjir ruddu brautina fyrir trúðsframboðinu í borginni." = lygi.
Hilmar Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 15.6.2010 kl. 09:43
Gísli þetta er að verða svolítið pínlegt hjá Samfylkingunni, Dagur vill Hönnu B í samstarf til að draga athyglina frá sjálfum sér. Dagur var eins og lítill strákur sem hljóp strax þegar skemmtikraftarni kölluðu þeir hafa greinilega séð hæfileika í honum sem leikara.
Sigurbjörg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 15.6.2010 kl. 09:56
Þú hlýtur nú að vera eitthvað aðeins að grínast.
Sjálfstæðisflokkur og Framsókn voru fyrir löngu síðan búin að rífa allt samband milli heilbrigðrar skynsemi og stjórnmála.
Alexandra Briem, 15.6.2010 kl. 11:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.