Gagntilboð Hönnu Birnu

Hanna Birna gæti þvegið hendur sínar af tilboði sjálfskipaðra kjána og taugaveiklaðs samfylkingarfólks. Trúlega gerði hún betur með því að gera þeim gagntilboð um að skipta völdum í embættum og nefndum borgarinnar í samræmi við kjörfylgi.

Af því leiddi að Sjálfstæðisflokkurinn fengi þriðjungsvægi í embættum, nefndum og ráðum, Besti flokkurinn sama hlutfall, Samfylkingin fimmtungshlut og Vg innan við tíundahluta.

Gnarr og félagar vera að gera fljótt upp við sig hvort þeir ætla í pólitík eða vera áfram fífl.


mbl.is Hanna Birna hefur ekki tekið ákvörðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hanna á að segja nei takk, leyfa vinstra liðinu að skíta á sig hjálparlaust og vaða beint í Bjarna Ben og hirða af honum formannsembættið.

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 13.6.2010 kl. 16:42

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hún er búin að verða sér til skammar með þessari þögn. Auðvitað er einhver búínn að telja henni trú um að hún sé ómissandi í þessu samkomulagi.

Það er mikill misskilningur.

Hún á að fá að sigla sinn einkasjó ef hún heldur að hún bæti við hæð sína með því. En það er auðvitað lærdómsríkt fyrir borgarbúa að sjá hvað mikill þungi bjó að baki þeim orðum hennar að nú ættu allir að vinna saman.

Hún hefði betur látið fylgja með að það væri að sjálfsögðu undir því komið að hún gæti sett skilyrðin.

Sorry! Hanna Birna.

Árni Gunnarsson, 13.6.2010 kl. 18:34

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það sem þú leggur til hér Páll, er akkúrat það sem Hanna Birna sagði fyrir kosningar. Og það er hið eðlilega í stöðunni. Ráði Samfylkingin ekki við Gnarrana (sem þeir gera augljóslega ekki) eiga þeir að samþykkja tillögu Hönnu Birnu. Að öðrum kosti verður Borgin stjórnlaus.

Treystir Samfylkingin sér í það með stjórnlausa ríkisstjórn að auki?

Ragnhildur Kolka, 13.6.2010 kl. 18:51

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það er alltaf gott að fá góð ráð og öllum holt.  En ég skil ekki hversvegna Hanna Birna má ekki hugsa og taka ákvarðanir sjálf.   

Skil ekki hversvegna svona trénaður fauskur eins og þessi Árni er að hreyta í hanna skít, maður sem getur aldrei komið frá sér skoðun nema á minnst A4. Síðu

Hrólfur Þ Hraundal, 13.6.2010 kl. 20:37

5 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Æi, hún er jafn hallærisleg og spillt eins og allir aðrir sjálfstæðismenn.  Einhver portkona sem elskar spillinguna í sínum samtökum og étur þá brauðmola sem falla af borðum í þeirri fremur ógeðslegu samkundu.

Guðmundur Pétursson, 15.6.2010 kl. 01:41

6 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Orð Guðmundar Péturssonar dæma sig sjálf sem og hann sjálfann.

Tek undir með Páli - Ragnhildi og Hrólfi - Hanna Birna - getur sett fram þessar kröfur - og eins á hún ekkert að flana að ákvarðanatöku.

En það verður fróðlegt að sjá hver lendingin verður - hvort þetta tilboð var sett fram af alvöru eða í fíflskap -

Ólafur Ingi Hrólfsson, 15.6.2010 kl. 07:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband