Hrunið eyddi baklandi Samfylkingarinnar

Samfylkingin og útrásin verða til á sama tíma, upp úr aldamótum, og víxlverkun er á milli auðmanna og flokksins. Ingibjörg Sólrún og Össur Skarphéðinsson sórust í fóstbræðralag við Jón Ásgeir Jóhannesson Baugsstjóra og hlaut sambandið eldskírn sína í deilunni um fjölmiðlalögin veturinn 2003-2004.

Menningarlíf flokksinsvar útrásarvætt; Hallgrímur Helgason, stundum kallaður Baugsskáld, var snemma gerður að hirðskrifara flokksins. Hópurinn kenndur við Mál og menningu fór í vasann á öðrum auðmanni, Björgólfi eldri. Samfylkingin fékk Björgólf á landsfund sinn árið 2003.

Tengsl Samfylkingarinnar við atvinnulífið er einkum í gegnum fjármálalífið, kvikmyndagerð og tónlist; greinar sem tengjast 101 Reykjavík.

Samfylkingin er í stríði við grunnatvinnuvegi þjóðarinnar, landbúnað og sjávarútveg. Mentalítet dæmigerðs samfylkingarmanns er rótfast í Kvosinni og hugmynd hans um að komast úr bænum felst í að keyra Keflavíkurveginn upp í flugvél.

Hrunið eyddi baklandi Samfylkingarinnar. Í síðustu könnun Gallup fékk flokkurinn 20 prósent.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman þætti mér að vita hvað þú álítur um áhrif hrunsins á Sjálfstæðisflokkinn. Annars er ég sammála þér hvað Samfylkinguna varðar. Hún er fyrir löngu orðin flokkur efri millistéttar (þ.e. ef við værum stéttskipt þjóðfélag, en þeir eru margir sem ekki mega heyra á það minnst).

Guðrún Ægisdóttir (IP-tala skráð) 11.6.2010 kl. 18:34

2 identicon

Góður pistill og hverju orði sannari.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 11.6.2010 kl. 19:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband