Fimmtudagur, 10. júní 2010
Sjálfsvígsfrumvarp ríkisstjórnarinnar
Frumvarp sem eyðileggur fagráðuneyti landbúnaðar og sjávarútvegs þegar yfirvofandi eru samningaviðræður við Evrópusambandið er óskammfeilið og sýnir hversu langt Samfylkingin er tilbúin að ganga til þvinga landið inn í ESB. Sjávarútvegurinn og landbúnaðurinn leggst gegn sameiningunni enda stutt síðan að þessi tvö ráðuneyti voru sameinuð.
Þingflokkur vinstri grænna hefur staðið gegn frumvarpinu enda öllum ljós tilgangurinn.
Jóhanna Sig. er líklega komin með frumvarpið sem veitir ríkisstjórninni náðarhöggið.
Frumvarp um breytingar á ráðuneytum lagt fram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nei hættu nú alveg Páll. Þarna ertu á algjörum villigötum. Eina leiðin til að draga úr yfirbyggingu ríkisins er að sameina þessi ráðuneyti. Meira að segja gamlir íhaldshundar eins og ég skilja og vita að það gengur ekki að ausa svona peningum í allar áttir líkt og viðgengist hefur. Þetta er það skásta fram að þessu frá þessari ríkisstjórn. Nokkrir aðilar innan VG hafa eingöngu barist gegn þessu vegna þess að um algjöra sérhagsmuni þrýstihópa hefur verið að ræða. Það fer ekki mikið fyrir velferð almennings hjá því liði.
Jóhann F. Kristjánsson (IP-tala skráð) 10.6.2010 kl. 00:42
Við eigum enn þá þingmenn sem setja Ísland í fyrsta sæti,þótt flokkur þeirra sé í ríkisstjórn. Treysti þeim.
Helga Kristjánsdóttir, 10.6.2010 kl. 00:49
Já Páll þarna ferð þú með tómt bull , því þetta er rétt hjá Jóhanni , en ég vil sjá ráðuneytin fara annað hvort í 7 eða 5 - sem og Þjóðarleikhússleikarana annað hvort í 29 eða 31 , þá meina ég með ráðherrunum og stimpilklukku á þennann vinnustað , en í dag er þetta ekki vinnustaður - heldur miklu frekar leikskóli .
Hörður B Hjartarson, 10.6.2010 kl. 02:34
Fækkun ræðuneyta til sparnaðar er barnaskapur og blekkingar. Þörfin fyrir sparnað er miklu stærri en sem nemur fáeinum ráðherrastólum. Lækka verður laun þeirra ríkisstarfsmanna, sem hanga á stærstu spenunum.
Jafnframt verður að beita raunverulegum niðurskurði hjá mörgum ríkisstofnunum. Það er auðvitað erfitt ef ekki ómögulegt fyrir Sossana, sem lofuðu að mynda skjaldborg um stuðningsmenn sína á ríkisjötunni.
Loftur Altice Þorsteinsson, 10.6.2010 kl. 09:38
Eina sameiningin sem borgaði sig væri sameining Umhverfis- og Iðnaðarráðuneyta önnur sameinig er sennilega út í hött.
Kjartan Sigurgeirsson, 10.6.2010 kl. 14:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.