Kína-glott Össurar og ESB-umsóknin

Yfirmaður Seðlabanka Íslands er Jóhanna Sig. forsætisráðherra en hún er hvergi sjáanleg við undirskrift skiptasamningsins við Kína. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra, hinn raunverulegi ráðsmaður í stjórnarráðinu, stendur að baki Má launalitla seðlabankastjóra. Skiptisamningurinn við Kína, viðvera Össurar og snubbótt fréttatilkynning Seðlabanka gerir málið kyndugt.

Ísland og Kína undirbjuggu gerð viðskiptasamnings sem Kínverjar settu á ís þegar Össur og  Samfylkingin þvinguðu fram ESB-umsókn í ríkisstjórn. Eru Kínverjar að sýna lit á ný vegna þess að þeir eru sannfærðir um að Ísland verði ekki aðili að ESB? Eða er Össur að nota tækifærið til að senda pillu til Brussel um að Ísland hafi fleiri valkosti en að stökkva í fang ESB?

Eitt er þó víst. Össur Skarphéðinsson gæti aldrei mótað utanríkisstefnu Íslands. Slíkt krefst íhygli og langtímahugsunar en utanríkisráðherra hefur hvorugt.


mbl.is 66 milljarða samningur við Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband