Evran eyðileggur efnahag þjóða

Kjarnaríki ESB njóta góðs af evrunni en en myntin er myllusteinn um háls jaðarríkjanna. Stóru ríkin Frakkland, Þýskaland og litlu ríkin í nágrenni þeirra s.s. Holland, Belgía og Lúxembúrg mynda náttúrulegt myntsvæði. Efnahagssveiflur eru áþekkar og þroski í samstarfi orðinn allnokkur.

Aftur eru ríki á borð við Grikkland, Írland, Portúgal, Spánn og jafnvel Ítalía í örðum efnahagslegum takti en kjarnaríkin. Af því leiðir að þegar efnahagskerfi fara í gegnum kreppu bitnar hún harðar á þeim sem eru á jaðrinum.

Úr því sem komið er þarf evrusvæðið að velja á milli tveggja kosta. Að kjarnaríkin, e.t.v. með Ítalíu, verji evrusvæðið og vísi jaðarríkjum á dyr. Þessi kostur er skynsamur frá sjónarmiði hagfræðinnar en pólitískt er hann óframkvæmanlegur við núverandi aðstæður. Seinni kosturinn er að kjarnaríkin komi sér saman um harðari reglur og aukna miðstýringu á fjárlögum evru-ríkja. 

Ríkisstjórnir jaðarríkjanna verða að fallast á aukna miðstýringu en andóf heimafyrir með verkföllum og mótmælum mun sigla þeirri þróun í strand. Fyrri kosturinn kemst aftur á dagskrá og jaðarríkin fara í orlof frá evrusvæðinu.

Á meðan þessu stendur heldur evran áfram að eyðileggja efnahag jaðarríkjanna.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband