Mánudagur, 7. júní 2010
Öfgar ala á öfgum
Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi Vg rekur öfgapólitík þar sem helmingur þjóðarinnar er grunaður um nauðgun eða fyrirætlanir um nauðgun. Þegar öfgafólk þykist órétti beitt er það í stöðu gerandans í eineltismálum sem þykist fórnarlamb aðstæðna.
Orð sem Sóley hefur látið falla í nafni jafnréttisumræðu kalla á sterk andsvör. Ef hún þolir ekki umræðuna ætti hún kannski að íhuga hvað hún sjálf hefur gert til að kynda undir öfgum og hafa í frammi hóflegri sjónarmið.
Vonandi fær Sóley ókyngreinda meðferð mála sinna í réttarkerfinu.
Kannar réttarstöðu sína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Líkur sækir líkan heim.
Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 7.6.2010 kl. 09:28
Þetta er kynleg frétt - ég hef ekki orðið var við að hún væri feimin við að tjá sig um annað fólk.
Það ætti kanski að kanna sannleiksgildi ýmissa ummæla sem hún lét falla í kosningabaráttunni.
Annars var leitt að sjá þessa frétt - ég var að vona að það heyrðist ekki mikið frá henni á næstunni.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 7.6.2010 kl. 09:30
Hún er náttúrulega bara sjúk þessi manneskja. Gjörsamlega skeit í buxurnar í kosningunum, með sínum viðbjóðslega málflutningi(sem hún reyndar hefur haft um langt skeið, ásamt öðrum). Núna ætlar hún að reyna dreifa athyglinni frá því, með því að þykjast fara í mál. Æææi, getur hún bara ekki drullað sér til Svalbarða, og komið aftur eftir svona 20 ár!!
Friðgeir Einarsson (IP-tala skráð) 7.6.2010 kl. 09:37
Femínistar eru öfgahópar og er alvarlegt að þeir séu að notfæra sér aðstöðu í hógværum stjórnmálaflokki (með óréttlátum vinnubrögðum við prófkjör) sér til framdráttar. Kosningasmölun hennar í prófkjöri olli hruni VG í kosningunum. Það eru afar fáir feministar í VG. Þessa fullyrðingu mína byggi ég á þeirri staðreynd að femínistar eru yfir höfuð fámennur hópur.
Guðlaugur Hermannsson, 7.6.2010 kl. 09:45
Ef öfgafeministinn þolir ekki að það sé deilt á hana og hennar skrýtnu skoðanir þá á hún ekki heima í póltík.Best væri að sponsa hana í nokkurra ára leyfi í langtíburtistan og vera laus við hana
sigurbjörn (IP-tala skráð) 7.6.2010 kl. 09:48
Strákar mínir, slakið nú aðeins á.....orð sem voru og eru viðhöfð um Sóleyju geta aldrei verið réttlætanleg og í raun er það fyrsta merki þess að eitthvað sé að málflutningi manns að vera að réttlæta slíka orðanotkun.
Lesið þessa grein: http://blog.eyjan.is/grimuratlason/2010/06/05/hun-er-skass-hann-er-fylginn-ser/
Sóley vó nú hart að mínum flokki í kosningabaráttunni en gerði það án skítkasts og með raunverulegar áhyggjur af hag barna í Reykjavík, en samt dettur mér ekki í hug að svara henni eða vera reiður.
En reyndar ágætis punktur um þetta prófkjör í VG þar var nú eitthvað skrítið á ferðinni virðist vera.
Kv Ágúst
Einhver Ágúst, 7.6.2010 kl. 09:53
Getið þið linkað á fréttir eða mál þessu til stuðnings? Öfgafullum sjónarmiðum og kynjamisrétti af hennar hálfu.
Það er alveg hægt að hafa skrýtnar skoðanir, eins og mörgum finnst hún einmitt hafa, án þess að vera ómálefnalegur og ópólitískur, sem er aftur á móti einkennandi fyrir þá sem deila á hana. Um það snýst málið, en svo gæti auðvitað einhver haldið því fram að skrýtnar skoðanir séu ekki og geti aldrei verið málaefnalegar.
Moma (IP-tala skráð) 7.6.2010 kl. 10:02
Morna,
Nákvæmlega vitleysingar eins og þú sem líta upp til hennar. Hún hefur ekki "skrýtnar" skoðanir hún hefur fasískar skoðanir, sem eru einmitt mjög ómálefnanlegar, og réttlætir hún þær með því að afbaka raunveruleikann.
Um þetta snýst málið. Hún heldur einfaldlega áfram að gera sig að fífli. Hún verður að fara átta sig á því, að þó að hún sé kona, þá leyfir það henni ekki að hafa fasískar skoðanir.
Friðgeir Einarsson (IP-tala skráð) 7.6.2010 kl. 10:23
Sóley tekur bara útrásarvíkinginn á þetta. opni einhver munninn er farið í mál.
Brjánn Guðjónsson, 7.6.2010 kl. 11:00
Friðgeir,
Þú fellur sjálfskipaður í hóp þeirra sem ég var að tala um, svaraðir ekki spurningunni og ert búinn að ákveða það að ég líti upp til þessarar konu.
Þetta eru allt saman ranghugmyndir hjá þér, ég lít ekki upp til hennar í neinum skilningi, né hef ég sérstaka skoðun á henni. Hins vegar finnst mér athugavert og það vakti athygli mína hvað margir þeir sem deila á hana eru jafn ómálaefnalegir og þeir segja hana vera. Og sumir, eins og þú, einfaldlega dónalegur ruddi.
Moma (IP-tala skráð) 7.6.2010 kl. 11:24
Páll - hvernig geturðu leyft fólki að tala svona hérna um annað fólk? Og þú veist vel að það eru engir femínistar í öllum heiminum sem dettur í hug að allir karlar nauðgi eða vilji eða ætli að nauðga. Þú verður að útskýra betur hvað þú meinar með öfgum í þessu samhengi.
Hanna Björg Vilhjálmsdóttir (IP-tala skráð) 7.6.2010 kl. 14:16
Hanna Björg, hérna eru dæmi um hugsunarhátt hennar http://soley.blog.is/blog/soley/entry/393519/
Sævar Einarsson, 7.6.2010 kl. 14:50
Moma,
Þú ert ekki ennþá að ná þessu!!! Fasískar skoðanir kalla á sterk viðbrögð. Algjörlega veruleikafyrrt sýn á hvernig hlutirnir virka í samfélaginu, eða úrkynjuð sýn á ákv. hópa, er ekkert annað en tilraun til að réttlæt fasískar skoðanir sýnar. Þetta er búið að ganga svona í mörg ár. Þetta er ekkert nýtt, og er hún ekki ein um þetta. Ég held bara að fólk sé komið með upp í kok á þessu rugli.
SKilurðu??? Engin ruddaskapur inn í þessu, ef þú heldur það. Það er bara eitthvað sem þú býrð til.
Friðgeir (IP-tala skráð) 7.6.2010 kl. 15:24
SÓLEY FÉKK EINFALDLEGA BARA LÉLEGA KOSNINGU,,,JÁ KJÓSENDUM AÐ KENNA,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,, RÉTT!!!!!!!!!
Droplaugur (IP-tala skráð) 8.6.2010 kl. 12:02
Undarleg árátta að "útskýra" lélega kosningu með samsæriskenningum um hitt og þetta. Sóley er ekki góður stjórnmálamaður að áliti kjósenda, það stendur skrifað á vegginn. Dapurlegt að sjá hvernig Vg sem flokkur getur klúðrað endalaust góðri hugmyndafræði sinni sem 95% kjósenda geta stutt - með því að koma með allskyns fanatík sem ekki nokkur maður (eða kona!!) vill sjá. Það dugar ekki að bera fram hollan og góðan mat ef í honum er þó ekki sé nema ein teskeið af arseniki.
Vilhjálmur Grímsson (IP-tala skráð) 8.6.2010 kl. 20:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.