Ísbirnir, rónar og heitt vatn

Besti flokkurinn og samfylkingarhækjan eru komin með verðugt verkefni áður en meirihlutinn er myndaður í höfuðborginni. Í stað þess að hækka heita vatnið um 37 prósent, líkt og OR segir nauðsynlegt, er hægt að fara nýstárlegar leiðir.

Ísbjarnarinnflutningur, þar sem Húsdýragarðurinn er miðstöð, gefur tækifæri til frekari þróunar. Leigja má ísbirni inn á reykvísk heimili gegn vægu gjaldi enda dýrin með mikinn hitaforða. Það ætti að lækka hitunarkostnaðinn.

Þá ættu rónar, sem Besti flokkurinn fóstrar, að geta miðlað af reynslu sinni að sofa undir berum himni. Fólk sem er vant að hafa 26 gráður innihiti gæti alveg komist af með svona 7 gráður eftir að hafa lært af rónum.

Skemmtunin tekur engan enda með Degi bé og bestafólkinu.


mbl.is Heita vatnið þarf að hækka um 37%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, þessi frétt er engin nýlunda. Sjálfstæðismenn eru þekktir fyrir að halda réttri stöðu mála í sér fram yfir kosningar. Svo bregst ekki að einhver hrapaleg staða eða skítur kemur upp á yfirborðið rétt eftir kosningarnar. Ekkert nýtt þar á bæ. Alltaf hægt að stóla að siðferðisleysi og viðbjóð hjá Sjálfstæðismönnum.

skussinn (IP-tala skráð) 3.6.2010 kl. 09:03

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Stjórnarformaður Orkuveitunnar er framsóknarmaður.

Páll Vilhjálmsson, 3.6.2010 kl. 09:13

3 identicon

Borgin er búin að vera undir stjórn Sjálfstæðismanna undanfarið... þó að það sé jú samt sem áður algjört samasem merki milli framsóknar og sjálfstæðisflokks. Framsókn hækja D flokksins

skussinn (IP-tala skráð) 3.6.2010 kl. 09:27

4 Smámynd: Alfreð K

Bráðfyndin færsla.  Blaðamaður með húmor (Engin Stormsker, en slagar þó hátt upp í). 

Alfreð K, 3.6.2010 kl. 12:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband