Heimalingsrökin fyrir ESB og niðjar kaupmanna

Davið Scheving Thorsteinsson fyrrum stórgrosser með gjaldþrot eða tvö undir beltinu orðar heimalingsrökin fyrir aðild að Evrópusambandinu á fundi Félags viðskipta- og hagfræðinga í dag. Yfirskriftin var „Hvað þurfum við að gera til að við og niðjar okkar viljum búa hér?“

Samkvæmt frásögn pressunnar

Ég er fylgjandi að aðild Íslands að ESB verði reynd í fullri alvöru, vegna þess klúðurs sem verið hefur í efnahagsstjórn á Íslandi þau 80 ár sem ég hef lifað og ég trúi ekki að manninum verði að vana sínum að míga upp í vindinn.

 

Næst þegar Davíð Scheving stígur á stokk og veitir af visku sinni ætti hann kannski að gera samanburð á þróun lífskjara hér á landi síðustu 80 árin og Evrópuríkja.

Heimalingsrökin fyrir aðild Íslands að Evrópusambandinu eru iðulega höfð í frammi af fólki sem sér útlönd í hillingum en finnur Fróni allt til foráttu. Dálítið nærsýnt. 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Las enginn stefnuskrá Besta flokksins?

Besti Flokkurinn er frjálslyndur og heiðarlegur lýðræðisflokkur sem vinnur að stöðugum umbótum á samfélaginu og lausn sameiginlegra viðfangsefna þjóðfélagsins á jafnréttisgrundvelli, með víðsýni að leiðarljósi.

Við lofum að stöðva spillingu. Við munum gera það með því að stunda hana fyrir opnum tjöldum. Við viljum opna Kvennastofu þar sem konur geta komið og fengið sér allskonar kaffi með bragðefnum eins og vanillu og kanil. Og svo mega þær tala eins og þær vilja og það verður allt tekið upp og geymt. Við ætlum að skipuleggja óvissuferðir fyrir gamalmenni. Í rauninni erum við samt ekki með neina stefnu en við þykjumst vera með hana. Við hlustum á þjóðina og gerum eins og hún vill því þjóðin veit best hvað er sér fyrir bestu. Við getum boðið meira af ókeypis en allir aðrir flokkar því við ætlum ekki að standa við það. Við gætum haft þetta hvað sem er, til dæmis ókeypis flug fyrir konur eða ókeypis bílar fyrir fólk sem býr útá landi. Það skiptir ekki máli.

Besti Flokkurinn er besti vettvangurinn undir lýðræðislega umræðu, Besti flokkurinn er bestur fyrir þig!

Ég stofnaði Besta flokkinn af því að mig langar að fá vel launað starf og að komast í áhrifastöðu þar sem ég get hjálpað vinum og vandamönnum með ýmislegt. Mig langar líka að vera með aðstoðarmann.

Ertu sáttur við þetta?

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 1.6.2010 kl. 19:45

2 Smámynd: Benedikta E

Ben.Ax. - Þeir 20630 sem kusu Besta flokkinn - fyrir utan þá 30 sem buðu sig fram á lista hans - hafa mjög líklega ekki lesið stefnuskrána.........!

Benedikta E, 1.6.2010 kl. 20:00

3 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

það heitir „heimalningur.“ sá er alinn er heima :)

Brjánn Guðjónsson, 1.6.2010 kl. 20:29

4 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Takk fyrir n-ið, Brjánn.

Páll Vilhjálmsson, 1.6.2010 kl. 21:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband