Mánudagur, 31. maí 2010
Össur krefst afsagnar Dags B.
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra og überplottari Samfylkingarinnar ætlar að ryðja úr vegi Degi B. Eggertssyni oddvita Samfylkingarinnar í Reykjavík og varaformanni flokksins. Í Morgunblaðinu í dag er krefst Össur að forystan axli ábyrgð á hörmulegu gengi Samfylkingarinnar. Tveir menn handgengnir Össuri stafa oní fólk að Dagur eigi að víkja.
Í gær benti Mörður Árnason á að aldrei hefði Samfylkingin fengið jafn lélega kosningu í Reykjavík. Í dag botnar Karl Th. Birgisson Mörð og krefst afsagnar Dags.
Á meðan Dagur B. fíflast með Jóni Gnarr skera samherjarnir undan honum. Við hæfi.
Athugasemdir
Ætli þetta þýði að Sollu-armurinn í Samfó hafi tapað? Steinunn Valdís, eðalvinkona farin og móðir Dags var framarlega í Kvennalistanum.
Rósa (IP-tala skráð) 31.5.2010 kl. 08:12
Þetta þýðir þann einfalda hlut að Dagur gjörtapaði kosningum og hafði fram að þótt standa sig sérlega illa sem varaformaður. Ingibjörg Sólrún kemur hvergi nærri - enginn af þessu liði hefur hennar forystuhæfileika og Samfylkingin er forystulaus með öllu. Þetta stendur upp úr öllu fólki eins og gosbrunnar. Flokkurinn er í stórkrísu og Össur, Mörður og aðrir gamlir allaballar og rifrildismenn nýta sér það af gömlum vana.
Guðmundur (IP-tala skráð) 31.5.2010 kl. 09:32
merkilegt að sjálfstæðismenn eru mjög uppteknir af því að samfylkingin axli ábyrgð.. Steinunn Valdís hrakin frá, Ingibjörg Sólrún axlaði sína ábyrgð, Björgvin einnig - en hvað hafa sjálfstæðismenn gert? Hver hefur axlað ábyrgð þar ? Guðlaugur Þór ? Gisli Marteinn ? Tryggvi Þór ? Illugi ? Þorgerður ? (muna, þau eru aðeins í leyfi!)
Hvernig væri nú að þið sjálfstæðismenn sem berið nánast einir og óstuddir ábyrgð á þeim hörmungum sem þjóðin hefur þurft að ganga í gegnum, færið nú að taka til hjá sjálfum ykkur áður en þið grenjið meira í öðrum um að axla ábyrgð?
Óskar, 31.5.2010 kl. 10:32
Mér sýnist það vera eðlilegt að Dagur snúi sér alfarið að læknisstörfum ásamt Ólafi F.
Reyndar sýnist mér að farið sé að hitna undir flestum formönnum ískenskra stjórnmálaflokka efrir þessar kosningar. Aðeins spurning um það hvort augu þeirra opnast fyrir staðreindum. Þeir haldi ekki áfram að hrósa sigri eins og verið hefur í fjölmiðlum eftir kosningarnar.
Bjarni hrósar stórsigrum, þrátt fyrir sneypulega niðurstöðu á mörgum stöðum. Sigmundur Davíð sér ekkert nema sigra þó að flokkurinn hans hafi þurrkast út í stærsta kjördæminu. Steingrímur J. er hreifur með það hvað flokkurinn hans hefur unnið mikið á. Það sem hann gleymir eða viðurkennir ekki er að Vg er að bjóða fram sér lista á mörgum stöðum þar sem flokkurinn var í nokkurs konar R. lista framboði síðast og áður. Jóhanna var sú eina af flokksforingjunum sem viðurkenndi stöðu flokksins síns. Hún hefur líka talað um að fólk eigi að axla ábyrgð!
Njörður Helgason, 31.5.2010 kl. 10:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.