Sunnudagur, 30. maí 2010
Samfó og Sjálfstæðis í Reykjavík
Stóru flokkarnir hafa ekki efni á frekari ruglvæðingu samfélagsins og munu mynda meirihluta í Reykjavík. Til sveitarstjórna er lögbundið að kjósa á 4 ára fresti og 85-90 prósent af verkefnum sveitarfélaga eru ópólitísk.
Meirihluti Samfó og Sjálfstæðis í Reykjavík verður til þess að hvetja sjálfstæðismenn og vinstri græna í samstarf í Kópavogi og Hafnarfirði.
Allir flokkar vilja kyrrð sem fyrst í sveitarstjórnum til að geta einbeitt sér að næstu stórorrustu í landsmálum sem verður í vetur.
Athugasemdir
Þetta er afar ólíkleg niðurstaða. Á maður ekki að túlka þetta sem óskhyggju þína minn kæri Páll?
Ég spái meirihlutasamstarfi Æ, S og V í Rvk. Eða minnihlutastjórn Æ í Rvk þar sem myndaður er meirihluti í hverju máli fyrir sig. Sem ég held að sé reyndar lakari kostur fyrir Æ.
Sömuleiðis meirihluta S og V í Hafnarfirði með Lúðvík sem bæjarstjóra og Æ, X, V og Y í Kópavogi með Guðríði sem bæjarstjóra.
Sjáum til hvor er getspakari.
Andrés (IP-tala skráð) 30.5.2010 kl. 16:42
Sem sagt ekki að fara að vilja kjósandans sem sagt meiri svik, Nei heilbrigð og gleði fyrir kjósendur er, XÆ+XD HEILBRIGÐ SKINSEMI.
Jón Sveinsson, 30.5.2010 kl. 17:06
Talandi um óskhyggju, Andrés, hvernig getur V farið í meirihlutasamstarf með engan fulltrúa???
Jóhann Elíasson, 30.5.2010 kl. 18:03
Jóhann: Hvar er VG ekki með fulltrúa? Hvað meinaru eiginlega?
Andrés (IP-tala skráð) 30.5.2010 kl. 18:24
Fyrirgefðu, ég hélt að ofurfemínistinn hefði ekki náð inn.
Jóhann Elíasson, 30.5.2010 kl. 19:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.