Spuni og staðreyndir um stjórnmálin

Löngu áður en fyrstu tölur birtust var spunalið flokkanna tilbúið með túlkun á niðurstöðum. Vel heppnaður spuni gerir úlfalda að mýflugu og flugufót að grunnstoð. Hér eru nokkrar yrðingar sem verða hráefni í spuna næstu daga.

Samfylkingin kiksaði í dauðafæri.
Flokkurinn sem var stofnaður til að verða stærsti flokkur landsins náði sínum ýtrustu mörkum í síðustu kosningum og fékk þá 29,4 prósent. Samfylkingin er búin að toppa. Foringjakreppa er framundan og lifandi dauð ríkisstjórn dregur fylgið niður fyrir 20 prósent.

Sjálfstæðisflokkur er móðurflokkur á hækjum.
Sterk vígi héldu á Seltjarnarnesi, Garðabæ og Reykjanesbæ. Höfuðborgin kom betur út en á horfðist, samanburðurinn við Samfylkinguna styrkir stöðuna. Hrun flokksins á Akureyri sýnir hvernig getur farið fyrir móðurflokki íslenskra stjórnmála þegar alvöru grasrótarframboð gerir sig gildandi. Frekari hreinsun í forystu er nauðsynleg. Hanna Birna er formannskandídat og Unnur Brá til varaformennsku.

Vg er passé.

Framsókn er hvorki né.
Framsóknarflokkurinn er of stór til að deyja drottni sínum en of lítill til að skipta máli. Flinkur frambjóðandi í Reykjavík hafði enga pólitík - aðra en uppákomur. Tilvistarkreppa Framsóknarflokksins er að undir forystu Halldórs Ásgrímssonar hætti flokkurinn að vera þjóðlegt íhald og gerðist 2007 froða. Flokkurinn er á réttri leið undir núverandi forystu en þarf tíma.

Niðurstaða: Grínið fellir ekki fjórflokkinn en búast má við hamförum innan flokka því öllum er ljóst að akureyrarsyndrómið gæti náð yfir landið allt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband