Fimmtudagur, 27. maí 2010
Baugstíðindi í andarslitrunum
Jón Ásgeir Baugsstjóri keypti með leynd gjaldþrotaútgáfu Fréttablaðsins sumarið 2002. Með því að veita auglýsingafé úr Baugi, sem þá var almenningshlutafélag, til útgáfunnar komst Jón Ásgeir yfir málgang sem varð hans einkaáróðursmiðstöð. Hann notaði blaðið óspart til að sækja og verja viðskiptahagsmuni sína, hvort heldur á markaði eða í dómssal.
Fréttablaðið er núna í súrefniskassa tveggja banka, Arion sem lætur átölulaust að Hagar kaupi auglýsingar til að fjármagna útgáfuna og Landsbanka sem leyfir Jóni Ásgeir að halda einkamálgagni sínu.
Ruslútgáfan er við dauðans dyr og það verður ekki degi of seint sem Fréttablaðið hættir starfsemi.
Frídreifingu Fréttablaðsins hætt í verslanir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Amen.
Kolbeinn (IP-tala skráð) 27.5.2010 kl. 16:16
Er þetta ekki baugsblogg? Mbl er amk baugsmiðill...
Kommentarinn, 27.5.2010 kl. 17:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.