Sunnudagur, 21. janúar 2007
Ólafur velgjörð þarf nýjan PR-mann
Ólafur Ólafsson eignamaður og velgjörðarsjóðseigandi hélt upp á 50 ára afmæli sitt í gær með kostnaði upp á 100 - 200 milljónir króna. Fyrr um daginn hafði hann skorað stórt með tilkynningu um stofnun sjóðs til þjóðþrifaverka hér heima og í þróunarlöndum.
Maður sem heldur 600 manna veislu er á höttunum eftir einhverju, hvort sem það er að verða vinsælasti nýríki nonninn eða koma til greina sem forsetaframbjóðandi. En vegna þess að svo þykkt var smurt kemur Ólafur út sem kjáni.
Hvað sem hann gerir úr þessu þarf hann að byrja á því að fá sér nýjan almannatengil.
Athugasemdir
Margur (lesist: Ólafur) verður af aurum api.
Já þetta getur varla talist greindarlega að málum staðið hjá kallinum.
Gísli (IP-tala skráð) 21.1.2007 kl. 22:13
Greiðir Sir Elton skatta á Íslandi af tekjum sínum?
Heimir Lárusson Fjeldsted, 21.1.2007 kl. 23:22
þetta voru 450 manns í veislunni og flestir fyrrverandi og núverandi starfsmenn Ólafs en ekki einhverjir ríkisbubbar og það finnst mér bbara nokkuð flott hjá kallinum,
Snorri
snorri (IP-tala skráð) 22.1.2007 kl. 22:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.