Mánudagur, 24. maí 2010
X-D er atkvæði greitt Gulla Þór styrkþega
Kjósendur greiða Guðlaugi Þór Þórðarssyni fyrrum ráðherra og stórstyrkþega FL-group, Baugs, Glitnis og fleiri útrásaraðila þegar þeir ganga að kjörborði næsta laugardag. Guðlaugur Þór stillti sér upp sem brjóstvörn Sjálfstæðisflokksins í viðtali á sjónvarpsstöð.
Guðlaugur Þór hlýtur að axla ábyrgð þegar atkvæðin koma í hús.
Athugasemdir
Ha, á Guðlaugur Þór að bera ábyrgðina á því þegar atkvæði koma í hús?
Það getur vel verið að Guðlaugur Þór eigi að bera ábyrgð en það hefur ekkert með þessar kosningar að gera.
Ef menn ætla að vera í svona leik, þá væri nær að segja að atkvæði greitt sjálfstæðisflokknum er atkvæði greitt Hönnu Birnu og hennar góðu verkum.
TómasHa, 24.5.2010 kl. 17:26
Verð að segja að stundum ber rökfræðin þig ofurliði eða er það omvendt?
Ragnhildur Kolka, 24.5.2010 kl. 17:39
Þetta líkar mér við Pál. Sem alvöru blaðamaður heggur hann til hægri og vinstri og enginn er óhultur.
Finnur Bárðarson, 24.5.2010 kl. 17:56
Er Guðlaugur Þór í famboði til sveitastjórnar í Reykjavík?
Gunnar Heiðarsson, 24.5.2010 kl. 20:32
Ég kann nú betur við Palla þegar hann heggur til vinstri. Þetta högg er því miður algert klámhögg. Gulli hefur nákvæmlega ekkert með borgarstjórnarflokkinn að gera. Hvað hann kann að hafa sagt eða ekki sagt í einhverju viðtali kemur málinu ekkert við. Hann er sjálfur kolfallinn sem pólitíkus og getur ekki einu sinni verið sín eigin brjóstvörn hvað þá annarra.
Baldur Hermannsson, 24.5.2010 kl. 20:32
Sammála Baldri, eins og alltaf, eða næstum alltaf :)
Finnur Bárðarson, 24.5.2010 kl. 21:02
Gaman að lesa pistla Palla, en þessi gengur ekki upp, örugglega smá grín hjá Palla.
X-D = Hanna Birna, X-D og ekkert annað, ekkert rugl.
Guðmundur Jónsson (IP-tala skráð) 24.5.2010 kl. 23:18
X-Djöfullinn,er landið klauf.
Númi (IP-tala skráð) 24.5.2010 kl. 23:24
það er svo gott að standa á hliðarlínuni og setja út á allt og alla,og þurfa ekki að standa við það/Kveðja Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 25.5.2010 kl. 00:19
Við eigum bara að gleyma því hvaða vinnubrögðum Hanna Birna og hennar lið beitti Ólaf F. Magnússon til að ná borgarstjórastólnum!
Vill einhver rifja upp fyrir mér ámóta ógeð í valdabaráttu á Íslandi?
Og ætli að nafn Gðlaugs Þórs tengist ekki þeim vinnubrögðum sem D listinn hefur ástundað gegn um langa sögu?
Ég held að hugtakið pólitísk spilling sé eins tengt Sjálfstæðisflokknum í vitund íslenskra kjósenda og ættarnafnið Blöndal er tengt afkomendum Björns Auðunssonar sýslumanns Húnvetninga.
Undarlegt að mér datt þessi samlíking í hug núna!
Árni Gunnarsson, 25.5.2010 kl. 15:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.