Laugardagur, 22. maí 2010
Hrunmaður Vinstri grænna
Vinstri grænir fá ekki meðbyr í sveitarstjórnarkosningunum enda þótt þeir ættu að vera í ágætri stöðu. Almennt eru Vg með hreina áru á hruntímanum. En innan raða Vg leynast græðgisvæddir hrunverjar með siðferði undir pari.
Árni Þór Sigurðsson fékk þjálfun í pólitískri tækifærismennsku í Moskvu sem ungur maður, gekk í Alþýðubandalagið og tók sér stöðu í Samfylkingunni, var m.a. borgarfulltrúi í nafni flokksins. Þegar hann sá að Steingrímur J. og Ögmundur komust á beinu brautina stökk Árni Þór yfir.
Árni Þór gætti þess að græða á sínu pólitíska vafstri og ruddi Sigurjóni Péturssyni heitnum úr stjórn Spron. Þar komst Árni Þór yfir stofnfjárbréf sem hann seldi á heppilegum tíma með milljóna hagnaði.
Liðþjálfi Júdasar er viðurnefni sem Árni Þór fékk þegar hann sá um myrkraverkin sem leiddu til þess að Vinstri grænir féllust á að slást í helför Samfylkingarinnar til Brussel.
Árni Þór er ljóta andlit Vinstri grænna og veldur því að kjósendur hafa ímugust á flokknum.
Athugasemdir
Get tekið undir greininguna hjá þér. Kannski er hann ekki verri en margir aðrir það sem heila vandamálið með Vg. er fólgið í ríkisvæðingu og því að keyra fyrirtæki út í horn með gríðarlegri skattheimtu og svo má ekki gleyma forsjárhyggjunni. Þegar upp er staðið þá hafa menn eins og Árni og félagar náð að stöðva súrefnisflæðið til fyrirtækja og almennings. Þegar upp er staðið eru myrkraverkin smámál miðað við það svöðusvár sem þeir hafa opnað með því að láta almenningi blæða með skattheimtu og álögum sem eiga að leysa vandann. Vandamálið innan Vg. er sennilega fólgið í þeirri staðreynd að mikið af þeirra fólki tilheyrir þeirri stétt manna sem fæstir hafa tekið áhættu í lífinu, lifað á hinu opinbera og í vernduðum heimi, nægir að líta á formanninn í því efni.
Gudmundur (IP-tala skráð) 22.5.2010 kl. 22:08
Þessi færsla er mjög Reykjavíkurmiðuð, finnst mér Páll. Svo skil ég ekki hvað þú átt við með: "Liðþjálfi Júdasar?"
Gestur Svavarsson (IP-tala skráð) 23.5.2010 kl. 00:09
Reykjavíkurmiðuð? Skiftir það höfuð máli? ER ekki það sem skiftir máli að þetta er sennilega rétt.VG eru mestu eigihagsmuna potararnir þegar upp er staðið.Þetta hef ég lengi vitað.
Þórarinn Baldursson, 23.5.2010 kl. 09:54
Mjög rétt.
Þannig stendur VG vörð um spillinguna.
Þetta er allt sama liðið.
Karl (IP-tala skráð) 23.5.2010 kl. 10:21
Bara smá grín,góða helgi kv. Biggi.
Birgir Stefánsson (IP-tala skráð) 23.5.2010 kl. 10:57
Mikið er ég sammála Guðmundi - gaman væri að skoða hve stór hluti Vg manna eru meðlimir í BSRB/BHM fólk sem hefur verið á jötunni allt sitt vinnulíf og látið aðra um áhætturekstur og greiðslu á hækkuðum sköttum.
Sveinn
Sveinn (IP-tala skráð) 24.5.2010 kl. 11:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.